„Þetta er svartur dagur í skólastarfi í Grafarvogi,“ sagði Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á borgarstjórnarfundi í dag. Rætt var um tillögu um breytingu á skóla- og frístundastarfi í norðanverðum Grafarvogi.

Málið snýst um lokun Kelduskóla en skóla- og frí­stunda­ráð Reykja­víkur­borgar ákvað í síðustu viku að leggja niður skóla­hald í Keldu­skóla Korpu. Nem­endur skólans og for­eldrar þeirra hafa lýst yfir mikilli ó­á­nægju með lokunina.

Eyþór benti á að fyrir kosningar ræddu margir flokkar, þá sérstaklega Píratar, um samráð við íbúa. Eyþór hvatti meirihlutann til að fresta málinu. Nemendur Kelduskóla og foreldrar þeirra voru viðstaddir fundinn.

„Þegar svona margar raddir heyrast og svona sárar margar, þá eigum við að hugsa okkur tvisvar og þrisvar um,“ sagði Eyþór.

Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi tók undir með flokksbróður sínum og sagði meirihlutann ekki hlusta á nemendur og foreldra í Grafarvogi. Hún benti á sameining myndi ekki spara krónu og vitnaði í skýrslu sem gerð var árið 2012, eftir að skólar voru sameinaðir á höfuðborgarsvæðinu.

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni hér fyrir neðan.