Breytingar á Óðin­s­torgi, sem lokið var við í sumar, kostuðu alls 60 milljónir, en ekki hálfan milljarð eins og Vig­dís Hauks­dóttir hélt fram fyrr á árinu. Þetta kemur fram í færslu borgar­stjóra, Dags. B. Eggerts­sonar, á Face­book-síðu hans.

Á­stæða færslunnar er fyrir­spurn Vig­dísar um kostnað, en ekki að­eins við torgið sjálft heldur einnig við gatna­fram­kvæmdir í kring. Þar voru lagnir og veitur gríðar­gamlar, að sögn Dags, og komnar á tíma. Í svari fjár­mála­sviðs eru lagðar saman fram­kvæmdir við torgið en einnig endur­gerð Skóla­vörðu­stígs, Óðins­götu, Spítala­stígs, Týs­götu, Loka­stígs, Freyju­torgs, Freyju­götu, Bjargar­stígs og Óðins­götu við Freyju­torg.

„Borgar­ráð fékk svarið í morgun. Óðin­s­torg sjálft kostaði rúmar 60 milljónir. Vig­dís lagði hins vegar saman kostnað við torgið og allar göturnar og full­yrti svo í bókun og nú á Face­book að torgið hefði kostað hálfan milljarð. Kannski ætti ég ekki að verja tíma mínum í að eltast við Vig­dísi en finnst samt rétt að halda hinu sanna til haga,“ segir Dagur í færslunni.

Ekki hans hugmynd

Dagur segir einnig að borgin og borgar­búar geti verið stolt af um­breytingu torgsins og að þótt svo að Vig­dís hafi viljað eigna honum heiðurinn af því þá verði hann að af­þakka hann.

„Til­laga um að endur­vekja og endur­gera Óðin­s­torg var frá Evu Maríu Jóns­dóttur sjón­varps­konu í því sem þá hét Mið­borgar­stjórn. Hún var þar sem full­trúi íbúa um síðustu alda­mót. Þor­björg Helga Vig­fús­dóttir borgar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins fór fyrir um­hverfis- og sam­göngu­ráði árið 2008 þegar það sam­þykkti að ráðast í sam­keppni um torgið. Verk­efnið var eitt af fjöl­mörgum sem frestaðist eftir hrunið,“ segir hann í færslunni.

Færsluna má sjá hér að neðan á­samt myndum sem Dagur deildi af torginu fyrir og eftir fram­kvæmdir.

Borgin og borgarbúar geta að mínu mati verið stoltir af umbreytingu Óðinstorgs. Tek eftir því að Vigdís Hauksdóttir og...

Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, 10 December 2020