Innlent

Svaraði gagnrýni um útgjaldavöxt

Bjarni Benediktsson sagði nauðsynlegt að gagnrýna útgjöld ríkisins og spyrja spurninga tengd þeim. Þá sagði hann útgjöld ríkisins ekki hafa vaxið sem nokkru nemur sem hlutfall af landsframleiðslu.

Bjarni Benediktsson.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ræddi meðal annars um íslensk fjármál og nýtt fjárlagafrumvarp sem kynnt var í gær, á Alþingi í kvöld. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór með stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld og voru umræður að henni lokinni. 

Bjarni svaraði meðal annars gagnrýni á útgjaldavöxt íslenska ríkisins, sem ýmsir þingmönn höfðu gagnrýnt í kvöld. Sagði hann útgjöld ekki hafa „vaxið sem nokkru nemur sem hlutfall af landsframleiðslu.“ 

Bjarni sagði þó alla gagnrýni á útgjöld og verkefni ríksins vera gilda og jafnvel nauðsynlega því mikilvægt væri að spyrja sig hvoru tveggja, hvort ríkið gerði nóg, eða hvort ríkið gerði ekki nóg. 

„Það eru ávalt svið þar sem við gætum gert betur og það eru alltaf svið sem við vildum geta gert betur.“

Þá benti hann á að búið væri að greiða upp öll lán ríkisins sem tengdust efnahagslegri aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og vék að framtíðinni sem hann sagði bjarta. 


Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

For­­dæm­ir „morð­­æf­ing­ar“ NATO í Sand­­vík

Innlent

Hundruð hermanna æfa í Sandvík

Innlent

Mikill áhugi Kínverja vekur vonir á Kópaskeri

Auglýsing

Nýjast

Feng­ið líf­láts­hót­an­ir eft­ir að hafa stig­ið fram

Sátt um kjarnorkulausan Kóreuskaga

Gular viðvaranir í gildi næstu þrjá daga

Rændu far­angri er­lendra ferða­manna í mið­bænum

Til­laga um fram­gang borgar­línu sam­þykkt

Ástarsamband Berta og Árna vekur deilur

Auglýsing