„Við erum að svara á­kalli frá for­eldrum sem vita ekki hvert þau eiga að leita og eru svo­lítið týnd,“ segir Hrefna Þórarins­dóttir, for­stöðu­kona Hin­segin fé­lags­mið­stöðvarinnar, í sam­tali við Frétta­blaðið, um fræðslu­kvöld sem haldið verður á þriðju­daginn í næstu viku. Á við­burðinum býðst að­stand­endum hin­segin ung­menna að fræðast um hvernig þau geta best veitt þeim stuðning.

Erindi halda Sig­ríður Birna, ráð­gjafi Sam­takanna '78, Al­dís Ólafs­dóttir, ráð­gjafi Sam­takanna '78, og Hrefna Þórarins­dóttir, for­stöðu­kona Hin­segin fé­lags­mið­stöðvar Sam­takanna '78 og Tjarnarinnar.

„Þetta eru þannig þrjú öfl að sam­einast í að að­stoða for­eldra í að styðja við hin­segin ung­menni,“ segir Hrefna.

Hún segir að mis­jafnt sé hvað það er sem for­eldrar helst hafi á­hyggjur af.

„For­eldrar trans barna eru ekki að „díla við“ það sama og for­eldrar annarra hin­segin barna. Það fer eftir hverju til­felli fyrir sig, en flestir eiga for­eldrarnir það kannski sam­eigin­legt að tengja ekki við þessa innri bar­áttu sem krakkarnir eru í. Þetta snýst því aðal­lega um það, að út­skýra hvað fer fram í höfði krakkanna og hvaða breytingar þetta eru. Hvað þau geta gert til að styðja við krakkana al­mennt og hvert sé hægt að vísa þeim, ef þau sjálf, for­eldrarnir, eru ó­örugg,“ segir Hrefna.

Ekki aðeins ætlað foreldrum

Hún segir að við­burðurinn sé ekki að­eins fyrir for­eldra, heldur alla fjöl­skylduna og þá sem eru í nær­um­hverfi barnsins.

„Þetta hefur á­hrif á alla í kringum barnið.“

Hrefna segir að það mikil­vægasta sem fólk geti gert sé að vera til staðar fyrir barnið og hlusta á það sem það hefur að segja.

„Að leyfa krökkunum að segja sína sögu og trúa þeirra sögu,“ segir Hrefna. Hún segir að mörgum þeirra finnist eins og þeim sé ekki trúað þegar þau segi frá.

„Fyrir tíu árum var þetta ekki til um­ræðu hjá svo ungum krökkum, meira að segja fyrir fimm árum,“ segir Hrefna.

Hún segir að með aukinni þekkingu og fræðslu þá fari krakkar og ung­menni að pæla í alls kyns hlutum sem tengjast ást, rómantík og kyn­lífi miklu fyrr.

„Það er nýr raun­veru­leiki líka fyrir okkur öll sem störfum með börnum og ung­mennum. Um leið og börn og ung­menni fara að spá í ástinni og til­finningum þá byrjar þau einnig að spá þessu, sama hversu gömul þau eru á því tíma­bili. Það er orðið partur af til­finninga­lífi barna og ung­menna, að máta sig í sínum raun­veru­leika að því hverjum þau laðast að eða hvern þau vilja eiga sem sinn lífs­föru­naut og svo fram­vegis,“ segir Hrefna.

Ó­keypis er inn og að við­burðurinn fer fram á ís­lensku. Gott að­gengi er fyrir hjóla­stóla. Við­burðurinn hefst með erindum og í lokin verður opnað fyrir spurningar og um­ræður.

Nánari upp­lýsingar er að finna hér á Face­book um við­burðinn.