Svan­hildur Hólm Vals­dóttir, að­stoðar­maður fjár­mála­ráð­herra, er á meðal um­sækj­enda um stöðu út­varps­stjóra. Þetta kemur fram í sam­tali hennar við Vísi. Um­sóknar­frestur rann út á mið­nætti í gær og hafði Svan­hildur þar til nú ekki viljað stað­festa það hvort hún hafi haft hug á því að sækja um.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá til­kynnti ríkis­út­varpið í dag að 41 hefði sótt um stöðuna en um­sóknar­frestur var lengdur um viku. Meðal annarra sem til­kynnt hafa um um­sókn sína eru Elín Hirst, Steinunn Ó­lína Þor­steins­dóttir, Bald­vin Þór Bergs­son, Kol­brún Hall­dórs­dóttir og Kristín Þor­steins­dóttir.

Svan­hildur hefur gegnt stöðu að­stoðar­manns Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála-og efna­hags­ráð­herra frá 2012. Árin áður, frá 2009 til 2012, gegndi hún stöðu fram­kvæmda­stjóra þing­flokks Sjálf­stæðis­flokksins.

Hún er lög­fræðingur að mennt og hafði starfað um ára­bil við fjöl­miðla, var meðal annars þátta­stjórnandi í Kast­ljósinu og Ís­landi í dag.