Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, telur núverandi fyrirkomulag strandveiða fullreynt og að afnám svæðaskiptinga hafi misheppnast. Hún hyggst leggja fram frumvarp í haust sem taki upp svæðaskiptingu strandveiða á ný.

Þetta kemur fram í aðsendri grein Svandísar í Morgunblaðinu í morgun.

Að sögn Svandísar var markmið breytinganna árið 2019, þegar svæðaskiptingar voru afnumdar í strandveiðum, hafi verið að koma í veg fyrir að sjómenn þyrftu að keppast um að fá sem stærsta hlutdeild innan hvers svæðis áður en veiðar væru stöðvaðar.

„Nú er kappið á landsvísu og því mis­heppnaðist breyt­ing­in. Það þýðir það að þau svæði þar sem fisk­gengd er síðsumars ná ekki að veiða fisk­inn á kjör­tíma, þ.e.a.s. þegar fisk­ur­inn er stærst­ur og verðmæt­ast­ur,“ segir Svandís í grein sinni og bætir við að fyrirkomulagið sé nú fullreynt að hennar mati.

„Í þau fjög­ur sum­ur sem þetta fyr­ir­komu­lag hef­ur verið viðhaft þá hef­ur þurft að stöðva veiðarn­ar áður en að tíma­bilið klár­ast í tvö skipti og nú að öll­um lík­ind­um ger­ist það í þriðja skipti og enn fyrr en áður,“ segir Svandís jafnframt.

Að sögn Svandísar hafa strandveiðisjómenn gagnrýnt þetta fyrirkomulag og sagt það ósanngjarnt. Þá hafi sumir jafnvel bent á hættuna í upphafi.

„Þá hef­ur einnig verið bent á að ef þessu verður muni bát­ar halda áfram að fær­ast frá þeim svæðum sem koma illa út úr þessu fyr­ir­komu­lagi yfir á það svæði þar sem fisk­gengd er með þeim hætti að hag­kvæmt er að stunda þær frá upp­hafi tíma­bils,“ segir Svandís sem segir fyrirkomulagið þannig vinna gegn þeim byggðum sem það átti að hjálpa.

Í ljósi þessa hyggist hún leggja fram frumvarp í haust sem taki upp svæðaskiptingu á nýjan leik. Nauðsynlegt sé að Alþingi taki málið til skoðunar því núverandi kerfi feli í sér ójafnræði sem verði að breyta.

„Þá hyggst ég ráðstafa því sem fékkst af skipti­mörkuðum fyr­ir mak­ríl til strand­veiða, sem mun lengja þann tíma sem veiðar geta staðið. Auk þess að auðvelda að halda til annarra veiða eft­ir að strand­veiðipott­ur­inn er tóm­ur,“ segir Svandís að lokum.