Hafnarfjörður

Svandís úrskurðar í knatthúsamáli

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/GVA

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun fara með tvö kærumál varðandi ákvarðanir bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um framkvæmdir og kaup á mannvirkjum í Kaplakrika.

„Samgönguráðherra ákvað að víkja sæti vegna þess að Ágúst Bjarni Garðarsson, sem var aðstoðarmaður hans til skamms tíma, er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og ég ákvað að setja Svandísi í þetta,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra aðspurð um ástæður þessa.

Knatthús hafa verið uppspretta átaka í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði lengi, ekki bara það sem af er þessu kjörtímabili heldur lungann úr síðasta kjörtímabili líka. Nýr kafli átakanna hófst nú síðla sumars þegar meirihluti bæjarstjórnar ákvað að kaupa þrjú hús af FH fyrir 790 milljónir til að tryggja félaginu fjármögnun til byggingar nýs knatthúss. Áður hafði staðið til að bærinn byggði og ætti nýtt knatthús sjálfur í samræmi við stefnu bæjarins að eiga sjálfur og reka íþróttamannvirki í bænum. Fulltrúar minnihlutans tóku þessari stefnubreytingu afar illa og hafa gagnrýnt málsmeðferðina og aðdraganda þessarar ákvörðunar harðlega.

Steininn tók svo úr þegar fyrsta greiðsla var innt af hendi örfáum dögum eftir að ákvörðun var tekin; 100 milljónir króna, án þess að verðmat eignanna lægi fyrir eða eignaskipting hefði farið fram en eitt húsanna sem bærinn mun kaupa af FH er nú þegar að 80 prósentum í eigu bæjarins. Þær kærur sem Svandís hefur nú tekið við af Samgönguráðherra varða þessa málsmeðferð en bæjarfulltrúarnir telja hana fara í bága við ákvæði sveitarstjórnarlaga.

Fundur er í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag og búast bæjarfulltrúar sem Fréttablaðið hefur haft tal af við löngum fundi. Er þess er vænst að á honum verði lögð fram svör við fjölmörgum fyrirspurnum, meðal annars um skuldastöðu mannvirkjanna, leigugreiðslur bæjarins til félagsins og um málsmeðferðina og aðdraganda samkomulagsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Hafnarfjörður

Vita um hættuna en taka samt sénsinn

Hafnarfjörður

Forræðishyggja á gamlárskvöld

Hafnarfjörður

Fyrrverandi bæjarfulltrúi krefst milljóna

Auglýsing

Nýjast

​For­maður ÍKSA lofaði upp í ermina á sér og harmar það

Netanja­hú hættir sem utan­ríkis­ráð­herra

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Auglýsing