Svandís Svavarsdóttir, sem fór í leyfi fyrir rétt rúmri viku, tekur aftur til starfa sem heilbrigðisráðherra í dag.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur gegnt störfum heilbrigðisráðherra frá því 7. október síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Upphaflega átti Guðmundur að leysa hana af til 15. október en fjarvera Svandísar lengdist og tekur hún því við aftur í dag.

Svandís var tímabundið frá vinnu af persónulegum ástæðum.