Svan­dís Svavars­dóttir, heil­brigðis­ráð­herra, segir að það sé núna verið að leita leiða með einka­aðilum til að manna vaktir á gjör­gæslu­deildum, bæði til að bæta mönnun og til að bæta við fólki sem er ekki þreytt.

„Þetta eru aðilar sem eru að reka heil­brigðis­þjónustu úti í bæ en hafa tekið því vel þegar við höfum leitað eftir því að þau geti ljáð okkur lið, eða lagt okkur lið öllu heldur. Bæði læknar og hjúkrunar­fræðingar og fjöl­breyttara starfs­fólk, sem er að hjálpa okkur að manna þessar deildir sem að mæðir mest á,“ segir Svan­dís.

Spurð hvort það sé ekki úr takt við hennar pólitík sem hefur á­vallt talað gegn einka­væðingu heil­brigðis­kerfisins segir Svan­dís að það sé í takt við hennar pólitík að leysa málin.

„Ef þetta er leiðin til þess, þá geri ég það,“ segir Svan­dís og að það sé hluti af Co­vid-far­aldrinum að allir snúi bökum saman, bæði þau sem starfa innan opin­bera kerfisins og þau sem starfa í einka­kerfinu.

Hún tekur dæmi um sam­starf opin­bera kerfisins og Ís­lenskrar erfða­greiningar sem hefur, meðal annars, gert þeim kleift að rað­greina sýni.

Lengra við­tal við Svan­dísi verður í Frétta­vaktinni í kvöld en þátturinn er á dag­skrá alla virka daga klukkan 18.30 á sjón­varps­stöðinni Hring­braut.