Ein­staklingar með und­ir­liggj­and­i sjúk­dóm­a ótt­ast að fá ekki að velj­a hvað­a ból­u­efn­i gegn COVIDI-19 þeir geti feng­ið í ljós­i um­ræð­u um ból­u­efn­i AstaZ­en­e­ca. Hætt hef­ur ver­ið að nota ból­u­efn­i hér­lend­is og víð­ar í Evróp­u vegn­a meintr­a tengsl­a þess við blóð­tapp­a. Áður hafð­i ver­ið á­kveð­ið að ein­staklingar und­ir 65 ára aldr­i yrðu ekki ból­u­sett­ir með efn­in­u.

Guð­mund­ur Ingi Krist­ins­son, þing­mað­ur Flokks fólksins, sagð­i i ó­und­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um á Al­þing­i í dag að ein­staklingar með und­ir­liggj­and­i sjúk­dóm­a, jafn­vel fleir­i en einn, hafi kom­ið að máli við sig og velt fyr­ir sér hvort þeir gæti ekki feng­ið að velj­a hvað­a ból­u­efn­i þeir fá.

Hann spurð­i Svan­dís­i Svav­ars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herr­a út í mál­ið. „Ætlar ráð­herr­a að sjá til þess að þett­a fólk, þett­a eru ör­fá­ir ein­staklingar, og leyf­a þeim að velj­a efn­ið sem þau vilj­a. Sér­stak­leg­a ef þau neit­a að fá AstraZ­en­e­ca og fá eitt­hvað ann­að,“ sagð­i Guð­mund­ur Ingi.

Svan­dís seg­ir Evrópsk­a lyfj­a­stofn­un sé nú að skoð­a ból­u­efn­i AstraZ­en­e­ca. Á fimmt­u­dag­inn mun stofn­un­in skil­a end­an­leg­u á­lit­i á því hvort hún telj­i ó­hætt að ból­u­setj­a með ból­u­efn­in­u á­fram.
„Við höf­um gert ráð fyr­ir því og sótt­varn­a­lækn­ir hef­ur sagt það að hon­um finn­ist lík­legt að við fylgj­umst þeirr­i leið­sögn hér­lend­is,“ sagð­i Svan­dís.

„Við höf­um ekki vilj­að fara þá leið að fólk velj­i sér ból­u­efn­i því það fer best á því að það sé á­kvörð­un sótt­varn­a­lækn­is hvað­a ból­u­efn­i sé not­að í hverj­u til­fell­i og ég tel að svo verð­i á­fram,“ sagð­i heil­brigð­is­ráð­herr­a að lok­um við fyr­ir­spurn Guð­mund­ar Inga.