Búið er að fella úr gildi á­kvæði um loft­ræstingu í reglu­gerð um tak­markanir til að stemma stigu við út­breiðslu á CO­VID-19, sam­kvæmt til­kynningu frá Heil­brigðis­ráðu­neytinu.

Áður var tekið fram að grímur skuli nota þar sem er illa loft­ræst eða ekki er unnt að tryggja eins metra ná­lægðar­tak­­mörk. Það á­kvæði þótti vera ó­ljóst og erfið í fram­kvæmd.

Nú er það í höndum fram­kvæmda­aðila að leggja mat á hvort unnt sé virða eins metra ná­lægðar­tak­mörk í starf­semi sinni. Ef það er ekki hægt þarf að nota and­lits­grímur.

Þetta á við um heil­brigðis­þjónustu, verslanir, söfn, innan­lands­flug og -ferjur, al­mennings­sam­göngur, leigu­bíla, hóp­bíla, verk­legt öku- og flug­nám, hár­greiðslu­stofur, snyrti­stofur, nudd­stofur, húð­flúr­stofur, hunda­snyrti­stofur, sól­baðs­stofur og aðra sam­bæri­lega starf­semi.

Þá er einnig skerpt á hvaða tak­markanir gilda um börn fædd 2016 og síðar. Þá er á­kveðið að reglu­gerðir um fjölda­tak­mörkun, ná­lægðar­tak­mörkun, grímu­notkun og tak­markanir á starf­semi gildi ekki um börn á þessum aldri.