Al­manna­varnir hafa á­kveðið að rýma svæði á Ísa­firði vegna snjó­flóða­hættu. Þetta kemur fram í frétt RÚV en nokkur flóð hafa fallið í Skutuls­firði síðustu daga þar af þrjú ofan á at­vinnu­hús sem nú á að rýma.

Heppi­lega hefur ekkert flóðanna verið mjög stórt en á­kveðið hefur verið að rýma at­vinnu­hús­næði sem nú þegar hafa verið mann­laus.

Sam­kvæmt Veður­stofu Ís­lands er spáð á­fram­haldandi snjó­komu fram eftir sunnu­degi og síða hægari NA-átt fram á mánudag. Á­fram má búast við snjó­flóða­á­standi og sam­göngu­truflunum á Vest­fjörðum í dag.

Ljósmynd/almannavarnir