Almannavarnir hafa ákveðið að rýma svæði á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í frétt RÚV en nokkur flóð hafa fallið í Skutulsfirði síðustu daga þar af þrjú ofan á atvinnuhús sem nú á að rýma.
Heppilega hefur ekkert flóðanna verið mjög stórt en ákveðið hefur verið að rýma atvinnuhúsnæði sem nú þegar hafa verið mannlaus.
Samkvæmt Veðurstofu Íslands er spáð áframhaldandi snjókomu fram eftir sunnudegi og síða hægari NA-átt fram á mánudag. Áfram má búast við snjóflóðaástandi og samgöngutruflunum á Vestfjörðum í dag.

Ljósmynd/almannavarnir