Ungur maður slasaðist á fæti á Langjökli og þurfti að kalla út björgunarsveitir til að flytja hann að sjúkrabíl.

Útkallið barst um klukkan 13 í dag, um mann sem hafði slasast og ekki komist niður af jöklinum þar sem samferðafólk hans treysti sér ekki að flytja hann um borð í bíl.

Sjúkraflutningamenn fóru þá í fylgd björgunarsveita á jeppum upp á jökulinn, sem reyndist mikil hættuför þar sem mikið er af sprungum á jöklinum.

Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að vel hafi gengið að flytja manninn niður. Sjúkraflutningamenn komu manninum fyrir á sjúkrabörum og fluttu hann í björgunarsveitarbíl til móts við sjúkrabíl í Húsafelli.

Voru allir viðbragðsaðilar komnir í bækistöð rétt fyrir kvöldmat.

Vel gekk að flytja mannin niður en gæta þurfti þó fyllsta öryggis þar sem mikið er af sprungum á jöklinum.
Myndir: Landsbjörg