Það sama má segja um innanrými sem kemur að öllu leyti frá Toyota, nema leðurinnrétting þegar hún er í boði. Bíllinn verður með snjallstýri og átta tommu upplýsingaskjá sem styður bæði Apple CarPlay og Android Auto. Tvinnbúnaðurinn í Swace kemur líka beint frá Toyota en bíllinn verður með 1,8 lítra bensínvél og 71 hestafls rafmótor. Sjálfskiptingin er CVT og upptakið 11,1 sekúnda í hundraðið, og þar sem CO2 gildi hans er aðeins 99 g/km má búast við að hann verði á góðu verði þegar hann kemur á markað. Hann kemur á markað seint á þessu ári í Evrópu en ekki fyrr en á næsta ári hérlendis, að sögn Sonju G. Ólafsdóttur, markaðsstjóra Suzuki.