Nýr Suzuki Jimny er nú einn þriggja bíla í úrslitum jafnt í vali á þéttbýlisbíl ársins og bílahönnun ársins í heiminum í hinni árlega World Car vali. Jimny tekur við keflinu af Ignis og Swift sem á árunum 2017 og 2018 nutu mikillar velgengni og komust í þriggja bíla úrslit í flokknum þéttbýlisbíll heimsins. 

Suzuki er eini bílaframleiðandinn sem hefur komist inn á þriggja bíla listann í vali á þéttbýlisbíl heimsins þrjú ár í röð. Þá er þetta í fyrsta sinn sem Suzuki framleiðir bíl sem kemur til greina sem bílahönnun heimsins. Valið verður tilkynnt 17. apríl næstkomandi á alþjóðlegu bílasýningunni í New York.