Umferðarmál

Suður­lands­vegi lokað eftir bíl­veltu við Skógar­foss

Suðurlandsvegur er lokaður á kafla við Skógarfoss eftir bílveltu í morgun.

Um borð í bílnum voru þrír fullorðnir og eitt barn.

Suðurlandsvegur er lokaður á kafla vegna umferðaslyss sem varð laust fyrir klukkan tíu í morgun. Bíll með fjórum farþegum valt um miðja vegu milli Sólheimajökulsvegar og Skógarfoss.

Í fyrstu var talið að um 6 manns hefðu verið í bílnum, en svo reyndist ekki vera, heldur fjórir einstaklingar, þar af eitt barn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang og er eins og stendur á leið til Reykjavíkur.

Vinna stendur yfir á vettvangi og er vegurinn lokaður, en hann opnar aftur innan skamms að sögn lögreglu.

Fólkið var við meðvitund á vettvangi og ekki í lífshættu að mati fyrstu viðbragðsaðila, en erfitt er að svara um ástand fólksins þar til það kemst undir læknishendur. „Eins og þetta er flokkað hjá okkur voru þetta tveir rauðir, einn gulur og einn grænn. Það segir samt í sjálfu sér ekkert um alvarleika meiðsla heldur bara hvernig við meðhöndlum þau. Þetta er ekki lífshættulegt að því er ég best veit,“ segir Kristján Örn Kristjánsson aðalvarðstjóri.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Umferðarmál

Sam­þykkt að lækka há­­marks­­hraða á Hring­braut

Umferðarmál

Auki ekki öryggi eins hóps á kostnað annarra

Umferðarmál

Höfuðkúpubrotin eftir slys í síðasta ökutímanum

Auglýsing

Nýjast

Engin ný smit: Hefja hefð­bunda bólu­setningu á ný

Bilun hjá Reiknings­stofu bankanna

Starfs­fólk WOW tekur höndum saman

Jeppa­fólk í vand­ræðum á Lang­­jökli

Óháð rannsókn á hryðjuverkunum í Christchurch

Toyota vinnur að annarri kynslóð GT86

Auglýsing