Innlent

SUS hjólar í Bjarna: „Lýsir gríðarlegum vanskilningi“

Orð Bjarna Benediktssonar um að aðskilnaður ríkis og kirkju njóti fyrst og fremst stuðnings ungs fólks sem ekki hafi orðið fyrir áföllum í lífinu, fara öfugt ofan í unga Sjálfstæðismenn.

Ungir Sjálfstæðismenn eru ekki ánægðir með formanninn. Fréttablaðið/Ernir

Ungir Sjálfstæðismenn eru afar óánægðir með þau ummæli Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, að krafan um aðskilnað ríkis og kirkju sé aðallega komin frá ungu fólki sem ekki hafi lent í áföllum á lífsleiðinni. 

Í tilkynningu sem Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur sent til fjölmiðla kemur fram að ummælin lýsi „gríðarlegum vanskilningi“ á málstaðinn. 

Í ræðu sem Bjarni flutti á kirkjuþingi um helgina kom fram að ekki stæði til með neinum hætti að skerða framlög til krikjunnar. Bjarni sagðist ekki vilja skorast undan þeirri ábyrgð að ræða umtalið um aðskilnað ríkis og kirkju. Í þeim málflutningi væri lítil sanngirni. „Oft virðist manni sem málflutningur af þessu tagi stafi einkum frá mjög ungu fólki, sem ekki hefur lent í neinum áföllum og hefur ekki séð það starf sem kirkjan vinnur við sálusorgun og ýmis konar félagsþjónustu,“ sagði hann.

Sjá einnig: Þeir sem ekki hafi upplifað áföll tali hæst um aðskilnað

Í tilkynningunni segir að aðskilnaður ríkis og kirkju sé baráttumál SUS til margra áratuga og samþykkt stefna Sjálfstæðisflokksins. „Afar óeðlilegt er að formaður Sjálfstæðisflokksins standi í vegi fyrir frelsismálum sem flokksmenn og gríðarstór hluti þjóðarinnar styður,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að það sé ekki hlutverk ríkisins að skattleggja almenning til að fjármagna trúfélög, hvað þá eitt trúfélag framar öðrum.

Yfirlýsingin í heild:

Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) lýsir yfir vonbrigðum með þau orð sem formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, lét falla á nýafstöðnu kirkjuþingi þjóðkirkjunnar. Þar sagði hann að krafa um aðskilnað ríkis og kirkju, eða ríkis og trúarbragða almennt, sé komin frá ungu fólki sem hafi ekki lent í áföllum á lífsleiðinni og þekki því ekki til sáluhjálpar þjóðkirkjunnar.

Orðræða af þessu tagi lýsir gríðarlegum vanskilningi á málstað þeirra fjölmörgu Íslendinga sem styðja aðskilnað ríkis og kirkju, en um er að ræða baráttumál SUS til margra áratuga og samþykkta stefnu Sjálfstæðisflokksins á landsfundi. Það er afar ómálefnalegt að afskrifa málstað þeirra sem styðja aðskilnað ríkis og kirkju með þeim hætti sem Bjarni gerði.

Málstaður þeirra sem styðja aðskilnað ríkis og kirkju byggir í langflestum tilvikum á því að það sé ekki hlutverk ríkisins að skattleggja almenning til að fjármagna trúfélög, hvað þá eitt trúfélag framar öðrum. Slíkt fyrirkomulag felur í sér mikið ójafnræði milli trúfélaga og er á skjön við lífsskoðanir fjölmargra Íslendinga, en sá hópur fer stækkandi með hverjum deginum og samanstendur af þjóðfélagshópum af öllum aldri og pólitískum skoðunum, og stendur í engu sambandi við reynslu fólks af áföllum í lífinu.

SUS leggur áherslu á mikilvægi þess að Sjálfstæðisflokkurinn beiti sér fyrir auknu frelsi og dragi úr inngripum ríkisins í líf fólks. Afar óeðlilegt er að formaður Sjálfstæðisflokksins standi í vegi fyrir frelsismálum sem flokksmenn og gríðarstór hluti þjóðarinnar styður.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Veður­við­varanir og verk­föll stöðva ekki Sam­fés

Innlent

​Lokanir á Lyng­dals­heiði, Hellis­heiði og Þrengslum

Innlent

Leggja fram þriðja orku­pakkann „á ís­lenskum for­sendum“

Auglýsing

Nýjast

Starfsfólk Porsche fékk 1,3 milljónir í bónus

„Óbilgirnin er svakaleg“

Élja­bakki og hvassvirði nálgast suð­vestur­hornið

Clio „Besti framleiðslubíllinn“ í Genf

​„Við lifum af einn dag“

Laun forstjórans hærri en samanlögð velta fjölmiðlanna

Auglýsing