Sam­band ungra sjálf­stæðis­manna, SUS, gagn­rýnir í yfir­lýsingu á­kvörðun ÁTVR að krefjast lög­banns á net­verslunum sem selja á­fengi er­lendis frá til neyt­enda hér á landi. Í yfir­lýsingu sinni „fagna“ þau því að stofnunin hafi tekið á­kvörðun um að krefjast þess án nokkurs sam­ráðs við ráð­herra, sem er yfir­maður stofnunarinnar.

„Telur SUS að með þessu sýni ÁTVR fram á fá­rán­leika þess að­stöðu­munar sem er fyrir hendi á ís­lenskum á­fengis­markaði og hve langt ríkis­stofnunin telur sig geta gengið út fyrir verk­svið sitt.

Ríkis­stofnunin ÁTVR hafi þar með opin­berað þá af­stöðu sína að hún líti svo á að henni beri skylda til þess að fara hvort tveggja með lög­gæslu­hlut­verk og sam­keppnis­hlut­verk, þrátt fyrir að búa yfir ein­okunar­stöðu á á­fengis­markaði í skjóli á­fengis­laga,“ segir í yfir­lýsingunni.

Þar er enn fremur vísað til þess að í yfir­lýsingu ÁTVR um lög­banns­kröfuna segir að stefna þeirri byggi, meðal annars, á lýð­heilsu­sjónar­miðum.

„Þau orð telur SUS að megi að­eins skilja á þann veg að ÁTVR telji sig með fyrir­hugaðri lög­banns­kröfu vera að vernda þjóðina gegn þeirri gríðar­legu lýð­heilsu­legu hættu sem felst í því að ein­stakir aðilar geti með lög­mætum hætti haft milli­göngu um sölu á á­fengi frá er­lendum vín­fram­leið­endum,“ segir í yfir­lýsingunni.

Ekki með skilja yfir­lýsinguna öðru­vísi en að hún sé skrifuð með nokkurri kald­hæðni en SUS, að lokum, fagnar „þeirri ó­út­reiknan­legu veg­ferð sem ÁTVR er á“ og segja hana varpa ljósi á út­þanið sjálfs­traust stofnunarinnar án að­komu ráð­herra að málinu.

„SUS býst fast­lega við því að önnur ríkis­fyrir­tæki taki nú einnig upp á þeim ó­leik að bjóða er­lendum einka­aðilum birginn með kröfum um lög­bann á sama máta og geti þannig skapað ríkinu tjón upp á jafn­vel hundruði milljóna í formi skaða­bóta,“ segir að lokum.