Tinna Hall­gríms­dóttir, for­maður Ungra um­hverfis­sinna, og Finnur Ri­cart Andra­son, lofts­lags­full­trúi, eru síður en svo sátt við út­komu COP26, lofts­lags­ráð­stefnu Sam­einuðu þjóðanna, sem lauk í Glas­gow í gær.

„Eina á­sættan­lega út­koman hefði verið að tryggja það að tak­marka hnatt­ræna hlýnun við 1.5 gráðu og það með lofts­lags­rétt­læti í for­grunni. Þó er þetta súr­sætt þar sem ein­hverjum árangri var náð en þó ekki nærri því nógu miklum,“ segja Finnur og Tinna sem eru nú á heim­leið eftir að hafa staðið vaktina í Glas­gow undan­farnar tvær vikur.

COP26 lauk með því að öll 197 aðildar­ríki Ramma­­samnings Sam­einuðu þjóðanna um lofts­lags­breytingar (UN­FCCC) sam­þykktu nýjan lofts­lags­samning. Jafn­vel þótt um stórt skref sé að ræða hefur samningurinn mátt sæta mikilli gagn­rýnni en hann þykir ekki nærri því jafn rót­tækur og Parísar­sátt­málinn 2015.

Ekki svart og hvítt

Tinna og Finnur eru sam­mála um að nýi samningurinn sé alls ekki nógu sterkur þar sem jörðin stefnir enn þá hrað­byri í 2.4 til 2.7 gráðu hlýnun, sem sé langt frá þeim 1.5 gráðum sem nauð­syn­legt er að tak­marka hlýnun jarðar við. Þau vilja þó ekki ganga svo langt að kalla hann von­brigði.

„Hins vegar má ekki líta þetta sem svart og hvítt þar sem ráð­stefnan og Glas­gow samningurinn sjálfur eru langt frá því að vera al­gjör von­brigði. Í honum eru ýmsir litlir (og stærri) sigrar sem hjálpa okkur að halda í vonina um að breytingar séu mögu­legar.“

„Til dæmis eru hópar landa búnir að sam­þykkja að stöðva skógar­eyðingu og draga veru­lega úr metan­losun fyrir 2030, og síðan eru á­kvæði í nýja samningnum sem hvetja lönd til að draga úr niður­greiðslum til jarð­efna­elds­neytis og að upp­færa lands­fram­lög sín aftur á næsta ári,“ segja Tinna og Finnur.

Að sögn þeirra er það síðar­nefnda lykil­at­riði ef það á að nást að tak­marka hnatt­ræna hlýnun við 1.5 gráður. Þá mun Ís­land til að mynda þurfa að upp­færa fram­lag sitt og setja fram mun metnaðar­fyllri mark­mið og að­gerðir.

Klappað var fyrir Alok Sharma, forseta COP26, þegar nýi samningurinn var samþykktur.
Mynd/UNFCCC

Vill ekki líta á Ind­land og Kína sem söku­dólga

At­hygli vakti að orða­lagi nýja lofts­lags­samningsins hvað við kemur kola­notkun var breytt á síðustu stundu vegna þrýstings frá Ind­landi og Kína. Margir hafa lýst yfir sárum von­brigðum með þessa á­kvörðun en Finnur segir málið þó hvorki klippt né skorið.

„Það eru auð­vitað mikil von­brigði að orða­lagið varðandi þennan lykill­osunar­þátt skyldi hafa veikst enn frekar alveg á síðustu mínútum, en það er líka mikil­vægt að átta sig á af hverju það gerðist. Þessi lönd sem voru á móti sterkara orða­lagi um út­fösun á kola­notkun hafa ekki fengið að njóta góðs af þessum orku­gjafa nærri jafn lengi og þróuðustu lönd heims og telja það því ó­rétt­látt að vest­ræn lönd krefjist þess að þróunar­ríki hætti að nota kol án full­nægjandi að­stoðar til að takast á við þau orku­skipti sem það krefst.“

Orða­laginu var breytt þannig að í stað þess að samningurinn segði að „horfið verður frá“ kola­­notkun stendur nú að „dregið verður úr“ kola­­notkun. Árni Finns­son, for­maður Náttúru­verndar­sam­taka Ís­lands, hefur lýst þessari orða­lags­breytingu sem „fanta­­brögðum“ af hálfu Ind­verja og Kín­verja en Finnur sýnir henni þó vissan skilning.

„Það þyrfti að fylgja þessari kröfu mun meira fjár­magn og að­stoð til að koma fyrir grænum orku­gjöfum í staðin sem tryggja að þróunar­ríkin geti haldið sinni þróunar­veg­ferð á­fram. Þróuðu löndunum mis­tókst að gera sér grein fyrir þessari ó­sann­girni og veittu ekki nógu mikið fjár­magn til þróunar­ríkja til að að­stoða þau við að draga úr losun, að­lagast lofts­lags­breytingum, og bæta fyrir þann skaða sem þegar hefur orðið vegna þeirra. Þannig að þrátt fyrir að vera von­brigði má ekki líta á Ind­land og Kína sem aðal söku­dólgana.“

Það sem stóð upp úr var hversu lítið var hlustað á vísindin og á á­kall ungs fólks og al­mennings um á­sættan­legan og rétt­látan samning sem myndi stýra okkur í átt að hröðum sam­drætti í losun og tryggja nægt fjár­magn til þróunar­ríkja til að takast á við lofts­lags­breytingar.

Fjölmenn mótmæli voru fyrir utan ráðstefnuhöllina í Glasgow á meðan á ráðstefnunni stóð.
Fréttablaðið/Getty

Ís­land stóð sig ekki nógu vel

Að­spurð um hvað hafi staðið upp á ráð­stefnunni eru bæði Tinna og Finnur sam­mála um að ekki hafi verið nógu mikið hlustað á vísindin og raddir ungs fólks.

„Það sem stóð upp úr var hversu lítið var hlustað á vísindin og á á­kall ungs fólks og al­mennings um á­sættan­legan og rétt­látan samning sem myndi stýra okkur í átt að hröðum sam­drætti í losun og tryggja nægt fjár­magn til þróunar­ríkja til að takast á við lofts­lags­breytingar. Þetta sýnir að það er enn skortur á pólitískum vilja og að við getum ekki reitt okkur einungis á þetta kerfi til að ná þeim mark­miðum sem við þurfum að ná, heldur þurfum við að grípa til frekari að­gerða utan þess sem samningurinn kveður á um.“

Finnur segir Ís­lendinga ekki hafa staðið sig nógu vel á ráð­stefnunni í ljósi þess að við komum ekki nógu vel undir­búin að samninga­borðinu.

„Það er ekki hægt að segja að Ís­land hafi staðið sig mjög vel þar sem við komum inn á fundinn með ó­full­nægjandi og ó­skýr mark­mið og vorum því ekki sá lofts­lags­leið­togi sem við getum og ættum að vera. Um­boð Ís­lands til að til að þrýsta á meiri metnað var því tak­markað.“

Aðildar­ríkin eru búin að skuld­binda sig til að endur­skoða lands­mark­mið sín á COP27 í Egypta­landi, er verið að fresta því að taka erfiðar á­kvarðanir um eitt ár í við­bót?

„Orða­lagið í Glas­gow samningnum er því miður ekki þannig að aðildar­ríkin séu búin að skuld­binda sig til að upp­færa lands­fram­lög sín á næsta ári heldur eru þau hvött til að gera svo. Þetta er samt sem áður mikil­vægt á­kvæði og við verðum að vona að flest lönd, sér­stak­lega þróuð lönd, svari þessari hvatningu og upp­færi lands­fram­lög sín veru­lega strax á næsta ári og þurfum við ungt fólk og al­menningur að vera dug­leg að þrýsta á að það gerist, og að mark­miðin endur­spegli al­var­leika á­standsins,“ segja þau Tinna og Finnur.