Súr­efni er upp­urið á sex sjúkra­húsum í ind­versku höfuð­borginni Nýju Delí og læknar á fleiri sjúkra­húsum hafa greint frá því að súr­efnis­birgðir þeirra muni að­eins endast í nokkra klukku­tíma í við­bót. BBC greinir frá.

Fjöl­margir ein­staklingar hafa látist á meðan þeir hafa beðið eftir að gangast undir súr­efnis­með­ferð og rúm 99 prósent gjör­gæslu­rúma eru upp­tekin.

CO­VID-19 far­aldurinn er á hraðri upp­siglingu í Ind­landi og á fimmtu­dag mældust flest ný smit þar í öllum heiminum. Í landinu hafa nú greinst hátt í 16 milljón stað­fest smit og bara á síðast­liðnum sólar­hring hafa hátt í 315.000 ný smit greinst.

Fregnir hafa borist af því að ríkis­yfir­völd hafi hindrað flutning súr­efnis­birgða yfir til annarra ríkja. Þá hafa sumar heil­brigðis­stofnanir verið á­sakaðar um að hafa hamstrað birgðir.

Indverski stjórn­mála­maðurinn Saurabh Bhara­dwa­j sem liggur á sjúkra­húsi í Nýju Delí vegna CO­VID sýkingar birti mynd­band á Twitter þar sem hann biðlar um hjálp og segir að­eins þriggja klukku­tíma súr­efnis­birgðir vera eftir á sjúkra­húsinu þar sem hann dvelur.

„Mikið af fólki er al­gjör­lega háð súr­efni og án súr­efnis mun þetta fólk deyja eins og fiskar á þurru landi. Núna er tími til kominn fyrir fólk til að standa saman,“ sagði Bhara­dwa­j.

Heil­brigðis­kerfið að hruni komið

Nýja Delí er þekkt fyrir státa einu besta heil­brigðis­kerfi Ind­lands sem er nú að hruni komið vegna bylgju nýrra CO­VID smita. Fjöl­skyldur hafa þurft að bíða klukku­tímum saman með jarðar­farir ættingja sinna og að minnsta kosti eitt lík­brennslu­hús í Nýju Delí hefur þurft að bregða á það ráð að brenna fólk á bíla­stæði sínu til að anna eftir­spurn. Lík­brennslu­hús í öðrum borgum hafa neyðst til að halda fjölda­brennur og starfs­menn þurfa að vinna dag sem nótt á vöktum.

„Í fyrstu bylgju far­aldursins var meðal­talið um átta til tíu lík á dag, einu sinni fóru þau upp í á­tján. En í dag er á­standið orðið mjög slæmt. Í gærnótt brenndum við 78 lík,“ segir Jitender Sing­h Shun­ty sem rekur lík­brennslu­hús í norð­austur­hluta Nýju Delí.

Ó­nefndur læknir sem vinnur á ríkis­spítala í suður­hluta Ind­lands segir á­standið vera svo slæmt að komið hafi til handa­lög­mála á milli sjúk­linga og lækna.

„Sjúk­lingar hafa reynt að lemja lækna. Þeir kenna læknum um allt og jafn­vel starfs­fólk sjúkra­hússins gerir þeim upp sakir. Á­standið er mjög stressandi,“ segir læknirinn í sam­tali við BBC.

Fjöl­margar á­stæður fyrir nýju bylgjunni

Fjöl­margar á­stæður eru fyrir aukningu far­aldursins í Ind­landi. Slakað hefur verið á sótt­vörnum og milljónir manna komu saman á trúar­legum há­tíðum sem ollu fjöl­mörgum hóp­smitum. Þá hefur nýtt smitandi af­brigði veirunnar greinst þar í landi sem er með svo­kallað tvö­falt stökk­brigði. Stjórn­mála­flokkar hafa auk þess verið harð­lega gagn­rýndir fyrir að halda fjöl­menna kosninga­fundi vegna kosninga í Vestur-Bengal héraði.

For­sætis­ráð­herra Ind­lands Nar­endra Modi fundaði með leið­togum stjórn­kerfisins á fimmtu­dag til að ræða súr­efnis­skortinn. Sam­kvæmt opin­berri yfir­lýsingu eru marg­brotnar að­gerðir í gagni til að leita lausna á vandanum. Súr­efniskútum hefur meðal annars verið fluttir með flug­vélum og lestum yfir á heil­brigðis­stofnanir.

Eins og stendur eru engar land­lægar sam­komu­tak­markanir í gildi á Ind­landi og ríkjum er því gert að inn­leiða sínar eigin sótt­varnar­reglur. Í Nýju Delí var viku­langt sam­komu­bann sett á um síðustu helgi og er ein­göngu nauð­syn­leg þjónusta á borð við spítala, apó­tek og mat­vöru­búðir opin.