Sunna Rós Víðis­dóttir lög­fræðingur tók sæti á Al­þingi í morgun fyrir þing­flokk Pírata.

Sunna Rós er fyrr­verandi for­maður fram­kvæmda­ráðs Pírata en hún tekur sæti á Al­þingi fyrir Helga Hrafn Gunnars­son, þing­flokks­for­mann Pírata, sem er fjar­verandi.

Sunna Rós er 37 ára og með BA gráðu í Evrópu- og þjóða­rétti frá Há­skólanum í Gronin­gen í Hollandi. Þá er hún að ljúka ML-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Tveir vara­þing­menn sitja nú á Al­þingi en Sara Elísa Þórðar­dóttir tók sæti fyrir Hall­dóru Mogen­sen, þing­mann Pírata, fyrr í þessum mánuði.