Fréttir

Sunna: „Ég er alveg að gefast upp hérna“

Sunna Elvira Þorkelsdóttir man lítið sem ekkert eftir slysinu á Spáni. Hún segist ekkert hafa vitað af meintu fíkniefnamáli en segir að þau hjónin hafi flutt út vegna fjárhagsörðugleika. Hún er ósátt við eiginmanninn en segir hann ekki ofbeldismann.

Sunna ásamt dóttur sinni á spítalanum. Mynd/Unnur Birgisdóttir

Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem legið hefur illa slösuð á sjúkrahúsi á Spáni undanfarinn mánuð, lýsir því í viðtali við Morgunblaðið að hún upplifi eins og henni sé haldið þar í gíslingu.

Eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, var handtekinn, grunaður um aðild að slysinu, en var sleppt að loknum yfirheyrslum. Hann sætir nú gæsluvarðhaldi á Íslandi vegna gruns um aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli. Sunna lýsir því í viðtalinu að hún hafi ekkert vitað um meinta aðild mannsins síns að því máli.

Hún talar um að aðbúnaður á spítalanum sé afar slæmur og vill komast heim. „Ég er alveg að gefast upp hérna.“ Það sé mannréttindabrot að fá ekki læknisþjónustu við hæfi. Hún segist lítið muna eftir slysinu, vegna höfuðhöggs, en hún féll úr um fjögurra metra hæð fram af svölum. Hún hafi ekki verið undir neinum áhrifum en að maðurinn hennar sé ekki ofbeldismaður.

Þau hjónin fluttu að sögn til Spánar vegna fjárhagsörðugleika. „Það voru ennþá skuldir sem hann þurfti að borga, sem er líklega ástæða þess að hann fer út í þetta,“ segir Sunna um manninn sinn. Hún er ósátt við þá stöðu sem hann hefur komið henni í.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Írar kjósa frelsið

Kosningar 2018

„Við vorum kryddið í kosninga­bar­áttunni“

Innlent

Yngstu frétta­menn landsins halda fram­bjóð­endum á tánum

Auglýsing

Nýjast

Kosningar 2018

Hætt við að mörg at­kvæði falli niður dauð

Innlent

Kjörsókn í borginni betri en fyrir fjórum árum

Kosningar 2018

Segir kjósendur VG ekki láta rigninguna á sig fá

Kosningar 2018

Lekur inn í kjör­klefa á Kjarvals­stöðum

Innlent

Gripinn glóðvolgur með umferðarskilti í Leifsstöð

Innlent

Leyndarmál Ráðhússins vel geymd

Auglýsing