Í kvöld fór fram kröfu­fundur vegna út­skúfunar trans kvenna fyrir utan skrif­stofur ÍSÍ og SSÍ. Um tuttugu kvennréttinda-og hinsegin samtök stóðu fyrir fundinum.

Ástæða kröfufundarins eru nýjar reglur Al­þjóðasund­sam­bandsins sem bannar trans konum að keppa í kvenna­flokki á heims­meistara­mótinu í sund­greinum. Sund­sam­band Ís­lands greiddi at­kvæði með tillögunni.

Skipuleggjendur kröfufundarins segja að reglurnar byggi á mis­munun og úti­lokun á trans fólki, sér­stak­lega trans konum.

„Með því að banna trans fólki að stunda keppnis­í­þróttir á af­reks­stigum er verið að ýta gríðar­lega jaðar­settum hóp enn lengra út á jaðarinn og jafn­vel aftur inn í skápinn,“ segir í við­burðnum fyrir mót­mælin.

Þá eru ís­lensk í­þrótta­banda­lög gagn­rýnd fyrir að hafa ekki sent frá sér stuðnings­yfir­lýsingu. „Haldi þögn þeirra á­fram er ekki hægt að skilja annað en svo að þau taki með því af­stöðu með for­dómum og mis­munun byggða á fölskum vísindum og hræðslu­á­róðri.“

Fjöldi fólks mætti á kröfufund fyrir utan skrifstofur ÍSÍ og SSÍ.
Fréttablaðið/Valli
Mótmælendur fyrir utan skrifstofur ÍSÍ og SSÍ.
Fréttablaðið/Valli
„Stöndum með trans konum í íþróttum“
Fréttablaðið/Valli

„Trans fólk á heima í í­þróttum án að­greiningar og mis­mununar“

Þá hafa skipuleggjendur kröfufundarins lagt fram þessar kröfur:

  1. Að SSÍ dragi at­kvæði sitt til baka. Sé slíkt ekki hægt vegna tækni­legra at­riða krefjumst við þess að sam­bandið gefi út opin­ber­lega yfir­lýsingu þar sem það segist ekki lengur geta staðið með at­kvæða­greiðslu sinni og biður trans fólk af­sökunar.
    2. Að SSÍ lofi að tala fyrir inn­gildingu og mann­réttindum í komandi um­ræðum og kosningum annarra nefnda (svo sem Ólympíu­nefndanna, Evrópu­sam­taka og á nor­rænum vett­vangi), í stað þess að standa fyrir mis­munun og út­skúfun.
    3. Að Í­þrótta­sam­band Ís­lands for­dæmi af­stöðu SSÍ og taki opin­ber­lega af­stöðu með réttindum trans fólks, þar með talið trans kvenna sem keppa í í­þróttum á af­reks­stigi.

Síðast en ekki síst viljum við hvetja öll önnur í­þrótta­banda­lög og - fé­lög sem og í­þrótta­fólk á öllum stigum á­stundunar á Ís­landi að tala opin­skátt og opin­ber­lega gegn þeirri stefnu að úti­loka trans fólk frá þátt­töku í í­þróttum, hvort sem það á við um börn eða full­orðna, af­reks­fólk eða á­huga­fólk.

Trans fólk á heima í í­þróttum án að­greiningar og án mis­mununar!

Fréttablaðið/Valli