Öllum sund­laugum á höfuð­borgar­svæðinu verður lokað í dag vegna bilunar í Hellis­heiðar­virkjun. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Veitum.

Vegna bilunarinnar er engin fram­leiðsla á heitu vatni í virkjuninni sem stendur. Því er heildar­fram­leiðslu­geta á heitu vatni fyrir hita­veitu á höfuð­borgar­svæðinu skert um að minnsta kosti tuttugu prósent.

Þá verðum öllum sund­laugum á höfuð­borgar­svæðinu lokað, en vonast er til þess að lokunin vari einungis út daginn. Við­gerðir eru nú þegar hafnar.