Eins og fram hefur komið stendur til að opna sundlaugar á landinu á mánudaginn næsta, þann 18. maí. Til að mæta eftirvæntingu og eftirspurn verða allar sundlaugar í Reykjavík opnaðar eina mínútu eftir miðnætti og verður opið alla nóttina.

Verður þetta gert til að sem flestir komist að en helmingi færri komast ofan í en venjulega. „Einhverjir verða þreyttir - en hreinir og glaðir - á mánudaginn."

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík tilkynnti um þetta á Twitter síðu sinni: