Klukkan korter í fimm í gær barst lög­reglunni til­kynning um þjófnað í Ár­bæjar­lauginni. Sund­laugar­gestur hafði týnt lykli að fata­skáp sínum, þegar gesturinn kemur að skápnum var búið að hreinsa allt úr skápnum, föt, síma og fjár­muni. Gesturinn fann síðar föt sín í öðrum skáp og gat því farið klæddur heim en aðrir munir voru horfnir. Málið er í rann­sókn lög­reglu.

Mikið um ölvun

Mikill erill var hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu í gær­kvöld og í nótt, vegna ölvunar og um­ferðar­laga­brota. Um 90 mál voru skráð í dag­bók lög­reglu eftir nóttina og voru átta vistaðir í fanga­geymslu lög­reglu. Þó nokkur fjöldi var í mið­bænum í gær­kvöld og mikið um til­kynningar vegna sam­kvæmis­há­vaða.

Klukkan tuttugu mínútur í tíu var par hand­tekið í mið­bænum grunað um akstur bíls undir á­hrifum fíkni­efna. Þau fóru ekki að fyrir­mælum lög­reglu og hafa í­trekað verið tekin við akstur án öku­réttinda. Parið var vistað fyrir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu.

Laust eftir klukkan tíu var til­kynnt um konu sem réðst á dyra­vörð á veitinga­húsi í mið­bænum. Konan var hand­tekin og vistuð í fanga­geymslu lög­reglu.

Um ellefu leytið var til­kynnt um um­ferðar­ó­happ í Hafnar­firði. Bíl var ekið á staur og reyndi öku­maðurinn að aka af vett­vangi en bif­reiðin var ó­öku­fær. Öku­maðurinn var hand­tekinn grunaður um ölvun við akstur og vistaður fyrir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu. Engin meiðsl voru á fólki eftir slysið.

Um klukkan hálf fimm í nótt var maður í annar­legu á­standi hand­tekinn í Hlíðunum. Maðurinn er grunaður um brot á lög­reglu­sam­þykkt og brot á vopna­lögum. Hann var vistaður sökum á­stands í fanga­geymslu lög­reglu.

Þá voru þó nokkrir öku­menn stöðvaðir víðs vegar um höfuð­borgar­svæðið, grunaðir um akstur undir á­hrifum á­fengis og fíkni­efna.

Lög­regla fór einnig í eftir­lit með veitinga­húsum í mið­borginni og voru nokkrir veitinga­staðir sóttir heim. Kannað var hvort farið væri eftir gildandi sótt­varnar­reglum sem og rekstrar­leyfi veitinga­staða. Al­mennt stóðu starfs­menn veitinga­staða sig vel en þó þurfti lög­regla að leið­beina starfs­mönnum í ein­hverjum til­fellum meðal annars varðandi lokunar­tíma, sem er klukkan 22:00, hve­nær gestir þurfa að yfir­gefa veitinga­staðina, klukkan 23:00, og að þjóna þurfi gestum til borðs.