Covid-19 smit kom upp hjá starfsmanni Sundhallar Selfoss og nokkrir starfsmenn hafa farið í sóttkví í kjölfarið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu.

Í samráði við almannavarnir og til að gæta fyllsta öryggis fyrir aðra starfsmenn og gesti hefur Sundhöll Selfoss því verið lokað fram til miðvikudagsins 21.október. 

Lokunin tekur gildi í dag en vonast er til að hægt verði að opna Sundhöllina aftur næstkomandi miðvikudag eftir að niðurstöður úr skimunum liggja fyrir.

Sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu var öllum lokað þann 7. október síðastliðinn vegna fjölda smita í höfuðborginni en ekki er víst hvenær þær fá að opna aftur.