Bæjarstjórn Akraness hvetur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Reykjavíkurborg til að hefja nú þegar undirbúningsvinnu við lagningu Sundabrautar þannig að verkefninu verði lokið eigi síðar en árið 2030. Skýrsla um lagningu Sundabrautar var kynnt fyrir helgi.

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, segir að Sundabraut muni miklu fyrir íbúa bæjarins.

„Þetta þýðir að það verða rétt rúmlega 20 mínútur frá Akranesi og inn í Reykjavík,“ segir hann. Leggur hann til að framkvæmdir hefjist norðanmegin sem fyrst.