„Meðalhiti sumarsins reiknast 9,2 stig. Það er í kaldara lagi miðað við það sem algengast hefur verið síðustu áratugi, en hefði samt talist hlýtt á „kalda“ tímabilinu 1965 til 1995,“ skrifaði veðurfræðingurinn Trausti Jónsson á bloggsíðu sína í gær.

Hann segir að svokölluðu Veður­stofusumri sé lokið, en það nái frá júní til september.