Sumarið heilsar í dag með á suðaustlægum áttum með vætu víða um sunnan og vestanvert landið. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að hiti verði á bilinu 3 til 8 stig í dag.

Á morgun og á laugardaginn er ekki útlit fyrir miklar breytingar; suðaustlæga átt og vætu, en þurrt NA-til. Þó stefnir í að hlýni hjá okkur fram á sunnudag. Spár gefa til kynna að það fari að kólna hjá okkur aftur eftir helgi, sérstaklega NA-lands.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að það sé að mestu greiðfært en að vetrarfærð sé á nokkrum fjallvegum á Vestfjörðum og á norðanverðu landinu. Á vef þeirra er einnig hægt að finna upplýsingar um framkvæmdir sem eru hafnar á vegum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Hæg breytileg átt og þurrt á Norður- og Austurlandi. Suðaustan 5-10 og úrkomulítið um landið sunnan- og vestanvert framan af degi, en 8-13 og fer að rigna síðdegis. Hiti 7 til 13 stig.

Á sunnudag:

Breytileg átt 3-8 og víða rigning með köflum. Norðan 5-10 seinnipartinn og styttir upp sunnan- og vestanlands. Hiti 5 til 10 stig, en kólnar fyrir norðan síðdegis.

Á mánudag:

Norðlæg átt 3-8. Lítils háttar rigning eða slydda norðaustantil á landinu og hiti 1 til 4 stig. Bjart að mestu sunnan- og vestanlands og hiti 6 til 12 stig yfir daginn.

Á þriðjudag:

Austan og suðaustan 3-10 og dálítil væta sunnan- og vestanlands, en þurrt og bjart fyrir norðan og austan. Hiti 4 til 9 stig.

Á miðvikudag:

Hæg breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og lítilsháttar skúrir vestantil. Kólnar heldur.

Nánar hjá Veðurstofunni og Vegagerðinni.