Fis­flug­menn eru sagð­ir stund­a steyp­ifl­ug yfir sum­ar­hús­um fé­lags­mann­a Græð­is. Nokkr­ir virð­a ekki regl­ur um flug­hæð og töl­u­vert ó­næð­i er af sum­um flug­mönn­um á Hólms­heið­i að sögn formanns Græð­is. Hann kall­ar þess­a flug­menn kú­rek­a og seg­ir flug­vél­ar ekki eiga sam­leið með sum­ar­bú­stöð­um, hund­um og hest­um.

Um­tals­vert ó­næð­i er af flug­i flug­mann­a sem fara ekki eft­ir regl­um um flug­hæð, auk þess að töl­u­verð brögð hafa ver­ið að því að ein­hverj­ir kú­rek­ar séu að stund­a steyp­ifl­ug yfir sum­ar­hús­um fé­lags­mann­a. Sum­ir smal­a gæs­um á Lang­a­vatn­i á haust­in.

Þett­a seg­ir í at­hug­a­semd Græð­is, fé­lags sum­ar­bú­stað­a­eig­end­a á Hólms­heið­i, við ramm­a­skip­u­lag fyr­ir Aust­ur­heið­ar. Fé­lag­ið hef­ur á­hyggj­ur af því að svo lágt flug á vél­un­um geti fælt hest­a og hund­a og orð­ið til þess að spill­a út­i­vist­a­r­á­nægj­u gang­and­i veg­far­end­a í kyrrð heið­ar­inn­ar.

„Ég sé ekki hvern­ig þett­a get­ur allt far­ið sam­an,“ seg­ir Guð­mund­ur S. John­sen sem gerð­i at­hug­a­semd­in­a fyr­ir hönd stjórn­ar Græð­is.

Fjöl­skyld­a Guð­mund­ar hef­ur átt bú­stað á svæð­in­u síð­an 1950.
Mynd/Aðsend

Töl­u­vert af at­hug­a­semd­um hef­ur bor­ist vegn­a Aust­ur­heið­a en mál­ið var tek­ið fyr­ir í skip­u­lags- og sam­göng­u­ráð­i í síð­ust­u viku. Svæð­ið er um 930 hekt­ar­ar og nær yfir Aust­ur­heið­arn­ar að mest­u, Hólms­heið­i, Graf­ar­heið­i og Reyn­i­svatns­heið­i. Innan svæð­is­ins eru Rauð­a­vatn og Reyni­svatn á­samt þeim hlut­a Lang­a­vatns sem er inn­an sveit­ar­fé­lags­mark­a Reykj­a­vík­ur.

Guð­mund­ur þekk­ir svæð­ið nán­ast eins og hand­ar­bak­ið á sér. Þarn­a hef­ur fjöl­skyld­a hans átt bú­stað síð­an 1950 og fað­ir hans og afi voru frum­kvöðl­ar í gróð­ur­setn­ing­u á svæð­in­u.

Í at­hug­a­semd­um Græð­is kem­ur fram undr­un yfir sam­ráðs­leys­i Reykj­a­vík­ur­borg­ar enda hafi sum­ir bú­stað­ir ver­ið í eigu fé­lags­mann­a í hart­nær 70 ár og þekk­ing á svæð­in­u sé mik­il. „Yfir­völd hafa hunds­að okk­ur út í eitt og ekk­ert vilj­að tala við okk­ur,“ seg­ir Guð­mund­ur.

Fis­flug­vél á flug­i yfir suð­ur­strönd Ís­lands.
Fréttablaðið/Getty

Varð­and­i fis­flug­völl­inn sem nú er ver­ið að fest­a í sess­i seg­ir hann að það sé ekk­ert til að gleðj­ast yfir.

„Flug­völl­ur­inn verð­ur vænt­an­leg­a á­fram sem er eig­in­leg­a alveg ó­skilj­an­legt mál. Ég ætla ekki að saka alla fis­flug­menn um að fljúg­a lágt en það eru nokkr­ir sem ég kall­a kú­rek­a. Þeir hafa ver­ið að smal­a gæs­um á Lang­a­vatn­i á haust­in og steyp­a sér að sum­ar­bú­stöð­um þeg­ar hef­ur ver­ið kvart­að und­an lág­flug­i. Svo er nú há­spen­u­mann­virk­i borg­ar­inn­ar stein­snar frá sem mér finnst per­són­u­leg­a skrýt­inn ná­grann­i við flug­völl.“

Guð­mund­ur seg­ir að þeg­ar allt sé sett í sam­heng­i, að þarn­a séu fis­flug­vél­ar á út­i­vist­ar­svæð­i fyr­ir menn og dýr, þá sé það ekki góð bland­a.

„Það er trú­leg­a ekk­ert sér­stakt fyr­ir hest­a­menn að fá fis­vél rétt fyr­ir ofan sig. Hund­ar mega gang­a laus­ir þarn­a upp frá og ég ef­ast að þeir sé sátt­ir við þett­a. Þeg­ar stór­a sam­heng­ið er skoð­að þá finnst mér þett­a ekki pass­a sam­an.“

Græð­ir er með lög­mann með sér í mál­in­u. „Við erum búin að vera með lög­mann í þess­u fyr­ir okk­ur í töl­u­verð­an tíma til að fá að tala við borg­in­a. Það hef­ur ekki gef­ið mik­ið,“ seg­ir Guð­mund­ur.