Spáð er suðvestlægri eða breytileg átt, 3 til 8 metrum á sekúndu í dag. Víða léttskýjað á Norður- og Austurlandi, en skýjað og sums staðar þokuloft eða súld um suðvestanvert landið. Hiti yfirleitt 2 til 7 stig en kólnar seinni partinn.
Norðaustlæg eða breytileg átt 3 til 10 metrar á sekúndu á morgun. Smáskúrir eða él syðst og stöku él við Norðausturströndina, annars bjart með köflum. Frost á bilinu 0 til 8 stig og kaldast í innsveitum á Norðausturlandi. Hiti um eða yfir frostmarki sunnanlands.
Á miðvikudag (Þorláksmessu) er útlit fyrir austan og norðaustan golu eða kalda. Léttskýjað sunnan- og vestanlands, en dálítil él fyrir norðan og austan. Frost yfirleitt á bilinu 0 til 6 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag (vetrarsólstöður):
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Smáskúrir eða él syðst og stöku él við NA-ströndina, annars skýjað með köflum. Frost víða 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum á NA-landi, en hiti um eða yfir frostmarki S-lands.
Á miðvikudag:
Austan og norðaustan 3-10. Víða léttskýjað á SV- og V-landi, en stöku él N- og A-lands. Frost yfirleitt 0 til 6 stig.
Á fimmtudag (Þorláksmessa):
Norðaustlæg átt og dálítil él um landið A-vert, en bjart með köflum V-til. Hiti um eða undir frostmarki.
Á föstudag (aðfangadagur jóla):
Austanátt og bjart veður, en dálítil él SA-lands. Kólnandi veður.
Á laugardag (jóladagur) og sunnudag (annar í jólum):
Norðaustanátt og él, en þurrt sunnan heiða. Kalt í veðri.