Ljónheppinn miðaeigandi af Suðurnesjunum vann rúmlega tvær milljónir króna á enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag. Sá var með alla leikina þrettán rétta, tvítryggði átta leiki, þrítryggði einn og voru fjórir leikir með einu merki. Miðinn kostaði tæplega tíu þúsund krónur, og því ljóst að útlagður kostnaður margborgaði sig.