Hæsti­réttur Ír­lands hefur úr­skurðað að ekki megi kalla brauðið sem banda­ríska skyndi­bita­keðjan Subway notar við samlokugerð sem brauð. Sam­loku­keðjan er stað­sett í yfir hundrað löndum og er að finna tuttugu starf­rækt úti­bú hér á landi.

Sam­kvæmt írskum skatta­lögum frá árinu 1972 er ekki hægt að skil­greina umrætt brauð sem brauð þar sem það inni­heldur of mikinn sykur.

Skil­greint sem sæta­brauð

Subway keðjan lagði fram málið til að komast að því hvort brauðið gæti skil­greinst sem undir­stöðu­fæða sem væri undan­þegin virðis­auka­skatti. Magn sykurs í brauðinu reyndist vera yfir fimm sinnum hærra en skil­greint há­marks­magn téðrar fæðu og fellur því ekki undir þann flokk.

Skil­greining á inni­haldi brauð í lögunum er til þess gerð að gera greinar­mun á brauði og sæta­brauði eða bakk­elsi.

Hrá­efni notað í yoga dýnur

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem keðjan kemst í fréttirnar fyrir inni­halds sæta­brauðsins. Árið 2014 varð fyrir­tækið við á­skorun um að fjar­lægja hrá­efnið azodi­carbona­mid úr sæta­brauðinu. Hrá­efnið er al­mennt notað í fram­leiðslu á yoga dýnum og undir­lagi fyrir teppi og er bannað í mat­væla­fram­leiðslu í Ástralíu og Evrópu­sam­bandinu.

Subway nýtur mikilla vinsælda á Íslandi þar sem er að finna 20 útibú keðjunnar.
Fréttablaðið/Ernir