Að sögn Subaru er í raun um þriðju kynslóð bílsins að ræða, en Crosstrek-nafnið mun ekki leysa XV af hólmi alls staðar. Eins og sjá má af myndum er framendinn alveg nýr hvar sem á er litið en að aftan minnir bíllinn nokkuð á Outback. Það er líka ný hönnun innandyra, en kominn er 11,6 tommu lóðréttur skjár í miðjustokkinn sem inniheldur meðal annars stjórnborð fyrir miðstöð. Mælarnir í mælaborði fá þó að halda sér áfram. Bíllinn mun fá tvinnútfærslu tveggja lítra Boxer-vélarinnar.