Að mati bandaríska greiningar- og ráðgjafarfyrirtækisins ALG er Subaru sá bílaframleiðandi á kanadíska markaðnum sem höfðar mest til almennings þar í landi og er merkið nú handhafi verðlaunanna „Best Mainstream Brand in 2019“ fimmta árið í röð. Enginn bílaframleiðandi hefur hlotið þennan titil jafn oft í Kanada og Subaru.

Fjórar gerðir Subaru eftirsóttastar

Samkvæmt nýjustu könnun ALG er það jafnframt niðurstaða hennar að fjórar bílgerðir Subaru haldi best virði sínu hver í sínum flokki. Það eru Impreza í flokki minni bíla (Best compact), Outback í flokki meðalstórra fimm manna bíla (Best 2-Row Midsize Utility), WRX/WRX STI í flokki sportbíla (Best Sports Car) og Crosstrek í flokki sportjeppa (Best Subcompact Utility).

Snjöll hugmyndafræði

Eric Lyman, varaformaður ALG, segir mikinn fjölda tryggra aðdáenda Subaru í Kanada hafa breytt merkinu frá því að vera eitt af mörgum merkjum sem komi til greina við næstu bílakaup yfir í það að vera það sem flestir leiti að og um leið það öfundsverðasta frá sjónarhóli annarra framleiðenda. „Það sést á sölutölunum sem farið hafa stighækkandi ár frá ári þótt salan takmarkist enn við takmarkaða framboðsgetu frekar en önnun eftirspurnar. Það leiðir m.a. til hás endursöluverðs, takmarkaðrar þarfar til að auka framleiðslugetuna og mikillar eftirspurnar markaðarins eftir notuðum Subarubílum,“ segir Lyman.

Subaru handhafi Verðmætaverðlauna ALG 2019

ALG veitir einnig árlega svokölluð Verðmætaverðlaun þar sem margir mismunandi þættir notaðra bíla eru skoðaðir. Þar á meðal er litið til sögulegs áreiðanleika bíla, þróun í leitni markaðarins eftir ákveðnum merkjum, hönnunar og gæða ásamt samkeppnishæfni og markaðsfærslu framleiðandans. Í janúar veitti ALG Subaru verðmætaverðlaun sín fyrir 2019 á sviði almennrar fólksbílaframleiðslu þar sem ALG metur Subaru besta almenna fólksbílaframleiðandann á árinu á mörkuðum Norður-Ameríku. Þetta er sjöunda árið í röð sem Subaru er í 1. sæti í þeim flokki hjá ALG enda eru áreiðanleiki og öryggi helstu aðalsmerki Subaru og ástæða þess mikla dálætis sem Bandaríkja- og Kanadamenn hafa á Subaru.