Bíllinn er smíðaður með loftflæði í huga, eins og sjá má af stórum loftdreifara að framan og stórum loftúttökum á húddi bílsins. Frambrettin koma í boga yfir framhjólin og opnast inn í vélarhlífina og hjólin sjálf eru með miðjubolta og á Falken slikkum. Á toppi bílsins er stórt loftinntak til að kæla 60 kWst raf hlöðuna og afturbremsurnar en að aftan risastór vængur og loftdreifir. Rafmótorarnir koma frá Yamaha og er einn við hvert hjól, sem gerir Subaru kleift að stjórna betur aflinu til hvers mótors.

Tölva bílsins sér um að greina hraða bílsins, hraða hvers hjóls, átak á stýri, hliðarátak, bremsuátak og margt f leira og stjórnar út frá því af ldreifingunni. Þessi tækni er samþykkt af regluverki FIA í E-GT-keppnunum, þangað sem bílnum er stefnt á næstunni. Prófanir á bílnum hefjast í Japan á þessu ári, en Subaru hefur sett stefnuna á Nurburgring á næsta ári. Markið hefur verið sett á 6 mín. 40 sek. brautartíma, sem er fimm sekúndum betri tími en tími NIO EP9 ofurbílsins.