Bílar

Subaru Evoltis?

Telja má líklegt að fyrsti tengiltvinnbíll Subaru fái nafnið Evoltis, en Subaru hefur sótt um einkaleyfi á nafninu í Bandaríkjunum.

Styttast fer í fyrsta bíl Subaru sem að hluta er drifinn áfram með rafmagni.

Subaru hefur ekki enn sett á markað bíl sem ekur að hluta til eða alveg á rafmagni en það er að fara að breytast þar sem styttast fer í fyrsta tengiltvinnbíl Subaru. Nú má telja líklegt að sá bíll fái nafnið Evoltis, en Subaru hefur sótt um einkaleyfi á nafninu í Bandaríkjunum. Fyrstu tveir stafirnir í Evoltis segja að þar fari EV-bíll (Electric Vehicle) og svo er að auki stafirnir volt í nafninu. Sannarlega rafmagnað nafn. Líklegt er að Subaru komi með sinn fyrsta tengiltvinnbíl í enda þessa árs og er tengiltvinnbúnaður bílsins fenginn hjá Toyota. Allar líkur eru á því að þessi bíll verði fjórhjóladrifinn líkt og allir aðrir bílar Subaru. 

Subaru selur um tvo þriðju hluta framleiðslu sinnar í Bandaríkjunum og það skýrir ef til vill litla áherslu fyrirtækisins á Hybrid, Plug-In-Hybrid eða hreinræktuðum rafmagnsdrifrásum. Bandaríkjamenn hafa ekki verið sérlega ginkeyptir fyrir slíkum bílum, enda eldsneyti þar enn sérlega ódýrt.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Aurus Arsenal er hærri gerð forsetabíls Putin

Bílar

600 hestafla BMW X7 M

Bílar

Kanadastjórn afskrifar hrunlán Chrysler

Auglýsing

Nýjast

Ör­vænting þegar bilaður rúllu­stigi þeytti fólki áfram

Jón leiðir sam­starfs­hóp gegn fé­lags­legum undir­boðum

Niður­staða á­frýjunar­nefndar til skoðunar hjá Isavia

Fundu muni hinnar látnu við handtöku

Heið­veig: „Aldrei gengið erinda stór­út­­gerðanna“

Dæmd­ur fyr­ir að skall­a mann á bíl­a­stæð­i á Skag­an­um

Auglýsing