Bílar

Subaru Evoltis?

Telja má líklegt að fyrsti tengiltvinnbíll Subaru fái nafnið Evoltis, en Subaru hefur sótt um einkaleyfi á nafninu í Bandaríkjunum.

Styttast fer í fyrsta bíl Subaru sem að hluta er drifinn áfram með rafmagni.

Subaru hefur ekki enn sett á markað bíl sem ekur að hluta til eða alveg á rafmagni en það er að fara að breytast þar sem styttast fer í fyrsta tengiltvinnbíl Subaru. Nú má telja líklegt að sá bíll fái nafnið Evoltis, en Subaru hefur sótt um einkaleyfi á nafninu í Bandaríkjunum. Fyrstu tveir stafirnir í Evoltis segja að þar fari EV-bíll (Electric Vehicle) og svo er að auki stafirnir volt í nafninu. Sannarlega rafmagnað nafn. Líklegt er að Subaru komi með sinn fyrsta tengiltvinnbíl í enda þessa árs og er tengiltvinnbúnaður bílsins fenginn hjá Toyota. Allar líkur eru á því að þessi bíll verði fjórhjóladrifinn líkt og allir aðrir bílar Subaru. 

Subaru selur um tvo þriðju hluta framleiðslu sinnar í Bandaríkjunum og það skýrir ef til vill litla áherslu fyrirtækisins á Hybrid, Plug-In-Hybrid eða hreinræktuðum rafmagnsdrifrásum. Bandaríkjamenn hafa ekki verið sérlega ginkeyptir fyrir slíkum bílum, enda eldsneyti þar enn sérlega ódýrt.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Höldur frumsýnir Kia Stinger og Stonic

Bílar

Verksmiðja Tesla keyrð allan sólarhringinn

Bílar

Ford, Nissan og Ford tapa sölu í Evrópu

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Helsta á­hyggju­efnið ef eitt púsl týnist

Innlent

Lög­regla leitar enn leigu­bíl­stjórans

Erlent

8.000 vélar með eins hreyfil

Fréttir

Sveitar­stjóri Norður­þings leiðir lista Sjálf­stæðis­flokks

Menntun

Íslendingur fær námsstyrk frá Bill Gates og frú

skák

Forsetinn heimsótti HM-fara á leikskólann

Auglýsing