Bílar

Subaru Evoltis?

Telja má líklegt að fyrsti tengiltvinnbíll Subaru fái nafnið Evoltis, en Subaru hefur sótt um einkaleyfi á nafninu í Bandaríkjunum.

Styttast fer í fyrsta bíl Subaru sem að hluta er drifinn áfram með rafmagni.

Subaru hefur ekki enn sett á markað bíl sem ekur að hluta til eða alveg á rafmagni en það er að fara að breytast þar sem styttast fer í fyrsta tengiltvinnbíl Subaru. Nú má telja líklegt að sá bíll fái nafnið Evoltis, en Subaru hefur sótt um einkaleyfi á nafninu í Bandaríkjunum. Fyrstu tveir stafirnir í Evoltis segja að þar fari EV-bíll (Electric Vehicle) og svo er að auki stafirnir volt í nafninu. Sannarlega rafmagnað nafn. Líklegt er að Subaru komi með sinn fyrsta tengiltvinnbíl í enda þessa árs og er tengiltvinnbúnaður bílsins fenginn hjá Toyota. Allar líkur eru á því að þessi bíll verði fjórhjóladrifinn líkt og allir aðrir bílar Subaru. 

Subaru selur um tvo þriðju hluta framleiðslu sinnar í Bandaríkjunum og það skýrir ef til vill litla áherslu fyrirtækisins á Hybrid, Plug-In-Hybrid eða hreinræktuðum rafmagnsdrifrásum. Bandaríkjamenn hafa ekki verið sérlega ginkeyptir fyrir slíkum bílum, enda eldsneyti þar enn sérlega ódýrt.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

53% kaupenda í BNA er sama hvar bíllinn er smíðaður

Bílar

Vinsælustu bílar hvers Evrópulands

Bílar

Volkswagen sló metið upp Pikes Peak

Auglýsing

Nýjast

Verðandi foreldrar geti andað léttar

Var að taka fram­úr þegar áreksturinn varð

Mót­mæla af­sökunar­beiðni Stein­gríms til Kjærs­ga­ar­d

Björguðu Hvítu hjálmunum frá Sýr­landi

Stuðnings­hópur ljós­mæðra slær sam­stöðu­fundi á frest

Hildur Knúts­dóttir sagði skilið við VG

Auglýsing