Innlent

Styttu Steinunnar stolið í Lou­isiana

Styttu lista­konunnar Steinunnar Þórarins­dóttur var stolið í Lousiana-ríki í Banda­ríkjunum. Yfir­völd í borginni Baton Rou­ge rann­saka málið. Styttan vegur um 180 kg.

Steinunn Þórarinsdóttir. Fréttablaðið/Andri Marinó

Lögreglan í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum hefur nú til rannsóknar mál eftir að styttu íslensku listakonunnar Steinunnar Þórarinsdóttur var stolið í höfuðborg ríkisins, Baton Rouge. 

Styttan var hluti sýningarinnar Borders, eða Landamæri, sem sett var upp í borginni á síðasta ári. Hún vegur um 180 kg og er ljóst að þjófarnir hafa þurft að hafa sig alla við. 

Sjá einnig: „Valdið gegn hinni nöktu og við­­kvæmu mann­eskju“

Samtals var 22 styttum Steinunnar komið fyrir víðs vegar um borgina á síðasta ári en upp komst um hvarf styttunnar þegar til stóð að flytja sýninguna yfir til borgarinnar Shreveport í Louisiana.

Í frétt WBRZ-2 segir að Steinunn viti af þjófnaðinum og að hún hafi lýst yfir áhyggjum sínum vegna málsins.

Fulltrúar Baton Rouge leituðu til framleiðenda kvikmyndarinnar Greyhound, sem Tom Hanks leikur meðal annars í, eftir að upp komst um þjófnaðinn. Kvikmyndin var tekin upp í apríl nærri þeim stað sem styttan var á. Þar kannaðist enginn aðstandenda við hvarf styttunnar.

Í frétt WBRZ-2 um málið segir að finnist styttan ekki þurfi borgaryfirvöld að greiða 50 þúsund dala tryggingu, eða því sem um nemur 6,5 milljónum króna. Uppsetning verka Steinunnar var greidd með fjárframlögum einkaaðila.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

„Valdið gegn hinni nöktu og við­­kvæmu mann­eskju“

Innlent

Hart deilt á þinginu: „Þetta er bara óheiðarlegt“

Innlent

Einn vann 30 milljónir í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Hótar að lama stjórnsýsluna fái hann ekki múrinn

Einn látinn og tíu særðir eftir skotárás

Bára: „Neikvæðu hlutirnir eru líka að síast inn“

Þrumur og eldingar á höfuð­borgar­svæðinu

Leggja fram aðra beiðni um nafnið Zoe á næstu dögum

Fjórir þingmenn draga Báru fyrir dóm: „Hefst þá dansinn“

Auglýsing