Fjögurra ára fangelsinsdómur yfir fyrrum leiðtoga Mjanmar, Aung San Suu Kyi, sem greint var frá í morgun hefur verið styttur um helming, niður í tvö ár.

BBC greinir frá.

Suu Kyi var dæmd í fjögurra ára fangelsi í morgun eftir að hafa verið fundin sek um að hvetja til andófs og brjóta Covid-19 sóttvarnarreglur.

Yfirmaður herstjórnarinnar, Min Aung Hlaing, lækkaði hann niður í tvö ár. Það sama á við um dóm flokksbróður hennar og fyrrverandi forseta landsins, Win Myint.

Fjölmargir hafa gagnrýnt réttarhöldin og handtöku Suu Kyi og hefur þeim verið mótmælt víða.