Myndirnar sýna að bíllinn fær breytingar sem eru með áherslu á akstursgetu hans. Má þar nefna vindkljúf að framan með stærri loftinntökum en áður, en þau munu sjá um að kæla þriðja mótorinn og stærri bremsur sem bíllinn mun þurfa á að halda. Að aftan er föst vindskeið og loftdreifari og mun það hjálpa með að halda bílnum á jörðinni. Einnig virðist eins og búið sé að endurhanna myndavélabúnað og radar sem gefur til kynna að bíllinn fái meiri hjálparbúnað. Ekki veitir af með þremur rafmótorum sem samtals geta jafnvel náð 1.000 hestafla markinu.
Búast má við nýjum felgum á nýjum Taycan en ekki þessum sem eru undir prófunarbílnum. MYND/AUTO EXPRESS
Porsche er á leiðinni með öflugri Taycan sem mun geta keppt við Tesla Model S Plaid og nýjustu myndir af bílnum án dulargervis náðust nýlega við vetrarprófanir.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir