Reykjanesbær

Styttist í málsókn vegna starfsleyfis í Helguvík

Hart er tekist á um veru kísilverksmiðju í Helguvík. Fréttablaðið/Anton Brink

Við ætlum í málsókn og viljum að starfsleyfi verksmiðjunnar verði fellt niður á þeim grundvelli að það sé byggt á svikum eins og Ríkisendurskoðun benti á,“ segir Einar Már Atlason, stofnandi samtakanna Andstæðingar stóriðju í Helguvík, sem stofnuð voru af íbúum í Reykjanesbæ sem vildu að starfsemi kísilverksmiðju yrði hætt.

Félagið Stakkberg sem er dótturfélag Arion banka er nýr eigandi verksmiðjunnar og vinnur að því að koma verksmiðjunni í gagnið og í söluferli. Þá er unnið að undirbúningi kísilverksmiðju Thorsil í Helguvík en fjármögnun hefur tafist.

„Við erum á móti því að þessi starfsemi verði þarna, hvort sem það er United Silicon, Stakkberg, Thorsil eða annar rekstraraðili.“

Samtökin hafa verið með fjársöfnun í gangi. „Við erum líka að nýta eigin fjármuni og málsóknarákvæði í heimilistryggingum. Það gengur upp vegna þess að þessi starfsemi getur haft áhrif á heilsu og valdið lækkun húsnæðisverðs. Við viljum stefna starfsleyfinu sem fyrst, jafnvel í nóvember.“

EF starfsleyfið verður ógilt þarf að sækja um nýtt. „Við viljum knýja bæjarstjórn til að standa við kosningaloforð um íbúakosningu um áframhaldandi stóriðju í Helguvík. “

Oddviti Beinnar leiðar í meirihluta bæjarstjórnar, segir að Bein leið hafi ekki lofað íbúakosningu þótt ýmsir aðrir hafi talað þannig. „Við viljum hafa samráð við íbúana en málið er ekki komið á þann stað að menn þurfi að taka afstöðu.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Reykjanesbær

Bifhjólamenn þurfa að forskrá sig á Ljósanótt

Reykjanesbær

Húsa­friðunar­nefnd afar von­svikin með Reykja­nes­bæ

Reykjanesbær

Fram­tíð Sund­hallarinnar ræðst á fundi húsa­friðunar­nefndar

Auglýsing

Nýjast

Hand­­a­v­inn­­u­­kenn­­ar­­i fær ekki bæt­­ur eft­­ir ­­slys í kennsl­u­stof­u

Segir sannar­lega út­lit fyrir að Khas­hoggi sé látinn

Kirkj­an sam­þykk­ir að greið­a borg­inn­i 41 millj­ón evra

Inn­­kaup­­a­r­egl­­ur brotn­­ar við end­ur­gerð bragg­­ans

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Egill í Brim­borg þjarmar enn að RÚV vegna Kveiks

Auglýsing