Líklegast verða ekki miklar breytingar á vélum eða tæknibúnaði en þó nokkrar útlitsbreytingar. Breytingar eru á neðri hluta framljósa ásamt nýju grilli og loftinntökum. Afturljósin virðast vera með sama C-lagi og á Fabia og smávægilegar breytingar verða á afturstuðara. Von er á bílnum á markað á næsta ári.