Bjark­ey Ol­sen Gunnars­dóttir, þing­maður Vinstri grænna, spurði Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra á Al­þingi hvort nægi­legt fjár­magn hefur verið tryggt til að hefja styttingu vinnu­vikunnar hjá vakta­vinna­fólki hjá hinu opin­bera. Hún spurði einnig hversu mörg stöðu­gildi ríkið þyrfti að ráða í til að mæta þessum skipu­lags­breytingum en þær taka gildi 1. maí.

„Eitt af stóru fram­fara­skrefum lífs­kjara­samningana var stytting vinnu­vikurnar. Þetta stóra bar­áttu­mál vinnandi fólks mun veita fólki meira frelsi og sveigjan­leika, hvernig það ráð­stafar sínum vakandi, stundum sem nú eru aldrei of margar,“ sagði Bjark­ey .

„Við eigum að sjálf­sögðu að halda á­fram á þessari veg­ferð og ég tel að næsta skref ætti að vera að stytta vinnu­vikuna niðri 30 stundir á viku. Við eigum að vera ó­feimin við að nýta þá virðis­aukningu sem hlýst af tækni­fram­förum í sam­bandi við fjórðu iðn­byltingunni til að halda á­fram að stytta vinnu­tíma fólks og bæta kjör þess al­mennt,“ sagði Bjark­ey og bætti við að á­vinningurinn af slíkum breytingum yrði gríðar­legur fyrir starfs­fólk og sam­fé­lagið allt.

Hún nefndi í þessu sam­hengi niður­stöður til­rauna­verk­efnis hjá ríkinu um styttingu vinnu­vikunnar sem voru birtar árið 2019 en þar kom meðal annars fram að starfs­fólk upp­lifði meiri lífs­gæði sex mánuðum eftir styttinguna.

„Tími starfs­hópsins eftir vinnu nýttist betur til að sinna sínum nánustu sem og tóm­stundum. Styttingin dróg úr upp­lifun að streitu og á­lagi í dag­legu lífi, þá sér í lagi meðal fjöl­skyldu­fólks með ung börn.“

Bjark­ey Ol­sen Gunnars­dóttir, þing­maður Vinstri grænna.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Bjark­ey sagði einnig að með styttingu vinnu­vikunnar væri hægt að bæði auka af­köst og gæði þjónustunnar hjá mörgum stofnunum.

„En þetta á ekki við um allan vinnu­markaðinn. Sumar lykil­starfs­stéttir í okkar sam­fé­lagi má t.d. nefna fólk sem starfa við lög­gæslu eða um­önnun starfa í þannig um­hverfi að skipu­lags­breytingar einar og sér duga ekki til að stytta vinnu­vikuna líkt og kjara­samningar gera ráð fyrir. Stytting vinnu­vikunnar verður að ná til alls starfs­fólks og það má ekki verða svo að þeim auknu lífs­gæðum sem hljótast af þessum kerfis­breytingum verði stétt­skipt,“ sagði Bjark­ey.

Megin­þorri vinnur í heil­brigðis­þjónustu eða við lög­gæslu

Bjarni svaraði á þá leið að ætlaður kostnaður vegna styttingu vinnu­vikunnar hjá hinu opin­bera væri mis­mikill eftir stofnunum en hann væri í heildina á­ætlaður um 4,2 milljarðar.

„Megin­þorri vakta­vinnu­fólks ríkisins vinnur í heil­brigðis­þjónustu eða við lög­gæslu er gert ráð fyrir því að tveir þriðju hluti kostnaðar­aukningar við breyttan vinnu­tíma verði hjá stofnunum heil­brigðis­ráðu­neytisins. Kostnaður ríkis­sjóðs vegna breytinganna á vakta­vinnu hjá stofnunum þess er nú á­ætlaður um 4,2 milljarðar á árs­grund­velli á verð­lagi gildandi fjár­laga,“ sagði Bjarni.

Þetta mat byggir á þeim for­sendum að ný stöðu­gildi verði mönnuð með því starfs­fólki í hluta­starfi sem eykur við sig starfs­hlut­fall á­samt ný­ráðningum og að það dragi úr til­fallandi breyti­legri yfir­vinnu sem nemur 5%.

„Þá skal tekið fram að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefur ekki upp­lýsingar um þann kostnað sem fellur til hjá sveitar­fé­lögum sem einnig eru aðilar að þessu sam­komu­lagi og þá liggur endan­legur kostnaður ekki fyrir hjá þeim aðilum sem eru með samninga við ríki, svo sem í gegnum Sjúkra­tryggingar Ís­lands,“ sagði Bjarni.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Fréttablaðið/Anton Brink

Samkvæmt Bjarna var á­kveðið var í upp­hafi árs 2020 að mæta auknum út­gjöldum vegna breytinganna hjá ríkis­sjóði með þrí­þættum hætti. Í fyrsta lagi með um­bótum og betri nýtingu þeirra fjár­muna sem þegar eru fyrir hendi innan ramma mála­flokka, þær gríðar­lega mikil­vægt fyrir fram­gang þessa máls að það takist vel til með þennan þátt.

Í öðru lagi er gert ráð fyrir því að fjár­mála­ráðu­neytið nýti hluta af fyrir­liggjandi út­gjalda­svig­rúmi í gildandi fjár­mála­á­ætlun. Þetta þýðir að ráðu­neytið verði að for­gangs­raða í þágu þess að ná árangri á þessu sviði.

„Al­mennt eru mark­mið vakta­vinnu breytinga í fullu sam­ræmi við til­gang margra verk­efna sem þegar eru fjár­mögnuð í fjár­mála­á­ætlun. Ef betri nýting fjár­muna og út­gjalda­svig­rúm mál­efna­sviða duga ekki til að fjár­magna breytingarnar verður í þriðja lagi hægt að nýta fjár­heimildir í al­menna vara­sjóðnum í fjár­lögum þessa árs sem eru sér­stak­lega ætlaðar til að mæta auknum út­gjöldum sem þessum,“ sagði Bjarni.

En fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið lítur svo á að með framan­greindum leiðum sé verk­efnið fjár­magnað að fullu en við­ræðum við við­komandi fagráðu­neyti og stofnanir er þó ekki endan­lega lokið og það liggur ekki fyrir á þessari stundu vægi hvers og eins af þessum þáttum í þessu sam­hengi.

Mun að öllu óbreyttu mynda 780 stöðugilda mönnunargat

Bjarni sagði einnig að það væri nauð­syn­legt að hafa í huga á­kveðna á­hættu­þætti sem geta haft á­hrif á fram­gang verk­efnisins svo sem í hvaða mæli tekst að draga úr yfir­vinnu manna, nýjar stöður sem verða til, auk þess að ná fram nauð­syn­legri hag­ræðingu með um­bóta­verk­efnum.

„Þegar spurt er um það hversu mörg stöðu­gildi þurfi að ráða í hjá hinu opin­bera þá getum við sagt fyrir ríkið að vakta­vinnu­fólk er um þriðjungur ríkis­starfs­manna í um fjórðung stöðu­gilda eða 7.300 starfs­menn í um 5.500 stöðu­gildum og starfar að lang­stærstum hluta innan heil­brigðis og lög­gæslu­stofnana. Hópurinn er að stærstum hluta konur eða um 80% og er lík­legri en aðrir starfs­menn til að vinna hluta­starf,“ sagði Bjarni.

Stytting vinnu­skyldu vakta­vinnu­fólks mun að öðru ó­breyttu mynda svo­kallaða mönnunar­gat sem getur orðið allt að 780 stöðu­gildi.

„Við gerum ráð fyrir því að þetta mönnunum gat verði mannað að mestu með því að það verði breytingar í starfs­hlut­föllum og við brjótumst út úr því sem við sáum t.d. í kjara­deilu hjúkrunar­fræðinga hér fyrir ekki löngu síðan, að það væri mjög al­gengt að starfs­menn væru kannski í 50% starfi er nær allir síðan að taka á sig til­fallandi auka­vaktir þannig að í reynd var starfs­hlut­fallið mun hærra og við erum að vonast til þess að geta brotist út úr þessu og það komi til með að leysa vandann að hluta,“ sagði Bjarni.

Þörf á endurskoðun ef kostnaðurinn verður of mikill

Bjarni benti á að það væri ekki ljóst á þessu stigi hversu mörg stöðu­gildi mun á endanum þurfa að ráða í. „Það verður þó væntan­lega eitt­hvað en sér­stak­lega á það við um stofnanir þar sem þorri hópsins er þegar í 100% starfi eins og á við í lög­gæslunni og við höfum svo sem ekki miklar upp­lýsingar um stöðuna hjá sveitar­fé­lögunum.“

Nýja fyrir­komu­lagið um styttingu vinnu­vikunnar tekur gildi núna 1. maí og minnti Bjarni á að það væri endur­skoðunar­á­kvæði árið 2023 þar sem á að fara yfir árangurinn.

„Það mun reyna á það í milli­tíðinni hvernig allir þeir sem að málinu koma eru til­búnir til þess að láta dæmið ganga upp því ef út­færslan mun leiða til mun meiri kostnaður fyrir ríkið en að var stefnt. Þá eru í sjálfu sér for­sendurnar sjálfar brostnar og það mun kalla á ein­hvers konar breytingu þegar að því kemur,“ sagði Bjarni að lokum.