Eftir áramót verður innleidd breyting á hámarks dvalartíma leikskólabarna í Reykjavík. Í pósti sem sendur var á foreldra og forráðamenn frá fagskrifstofu leikskóla í dag kemur fram að breytingin hafi verið samþykkt í ágúst og september en að innleiðing hafi tafist. Um er að ræða tilraunaverkefni til áramóta 2024 og samkvæmt því verður hámarksdvalartími barns á leikskóla níu klukkustundir daglega. Í einni viku getur barn aðeins verið í heildina með dvalartíma að hámarki 42,5 klukkustundir á viku.
Foreldrar eru í bréfinu beðnir um að fara inn á www.vala.is og skoða dvalartíma barnsins og breyta miðað við gefnar forsendur, sé þess þörf, fyrir þann 15. desember. Breytingin tekur svo gildi 15. Janúar. Sé fólk með dvalartíma umfram það og gerir ekki breytingu sjálf verður gert sjálfkrafa uppsögn 1. Janúar.
Nýr vistunartími barns miðast þá við 42,5 klukkustundir eða 8,5 kukkustundir á dag frá mánudegi til föstudags og tekur gildi 1. febrúar 2023.