Eftir ára­mót verður inn­leidd breyting á há­marks ­dvalar­tíma leik­skóla­barna í Reykja­vík. Í pósti sem sendur var á for­eldra og for­ráða­menn frá fag­skrif­stofu leik­skóla í dag kemur fram að breytingin hafi verið sam­þykkt í ágúst og septem­ber en að inn­leiðing hafi tafist. Um er að ræða til­rauna­verk­efni til ára­móta 2024 og sam­kvæmt því verður há­marks­dvalar­tími barns á leik­skóla níu klukku­stundir dag­lega. Í einni viku getur barn að­eins verið í heildina með dvalar­tíma að há­marki 42,5 klukku­stundir á viku.

For­eldrar eru í bréfinu beðnir um að fara inn á www.vala.is og skoða dvalar­tíma barnsins og breyta miðað við gefnar for­sendur, sé þess þörf, fyrir þann 15. desember. Breytingin tekur svo gildi 15. Janúar. Sé fólk með dvalar­tíma um­fram það og gerir ekki breytingu sjálf verður gert sjálf­krafa upp­sögn 1. Janúar.

Nýr vistunar­tími barns miðast þá við 42,5 klukkustundir eða 8,5 kukkustundir á dag frá mánu­degi til föstu­dags og tekur gildi 1. febrúar 2023.