Rannsóknasamstarfið COVIDMENT, sem Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands er aðili að, hlaut nýverið norrænan styrk að andvirði 140 milljónir króna, til áframhaldandi rannsókna á langtímaáhrifum kórónaveirufaraldursins á lýðheilsu, með áherslu á geðheilbrigði.

Styrkurinn er til þriggja ára og hefur verkefnið nú fengið hátt 300 milljónir króna í styrki í heild, að því er fram kemur á vef Háskóla Íslands. Haft er eftir Unni Önnu Valdimarsdóttur, prófessor í faraldsfræði við Læknadeild Háskóla Íslands sem leiðir samstarfið, að styrkurinn sé mikilvægur fyrir rannsóknirnar sem eigi á endanum að draga upp mynd af heildaráhrifum og afleiðingum faraldursins á heilsu fólks.