Í gær greindu barna­hjálpar­sam­tökin SOS Barna­þorp frá því að þau hafi ný­lega fengið niður­stöður rann­sókna tveggja utan­að­komandi ó­háðra aðila. SOS á Ís­landi var í hópi nokkurra aðildar­landa SOS sem höfðu frum­kvæði að annarri rann­sókninni eftir á­bendingar upp­ljóstrara þess efnis að til­kynningar þeirra til al­þjóða­sam­takanna um al­var­leg brot hefðu í­trekað verið hunsaðar.

Fram­kvæmda­stjóri sam­takanna á Ís­landi, Ragnar Schram, segir að málið hafi verið honum og öðrum mikið á­fall en að þau ætli sér að halda á­fram að upp­lýsa styrktar­aðila um stöðu mála. Í dag hættu níu styrktar­aðilar vegna málsins en fjöldi hefur sent þeim já­kvæð skila­boð.

„Við höfum fengið tals­vert af póstum og sím­tölum í dag. Yfir­gnæfandi meiri­hluti er stuðningur. Það er að segja fólk er á­nægt með að við höfum farið í þetta og að sjá að sam­tökin ætli að taka þessu af festu,“ segir Ragnar Schram, fram­kvæmda­stjóri SOS á Ís­landi, um við­brögð styrktar­aðila eftir að greint var í gær frá yfir­hylmingu af hálfu yfir­stjórnar og að al­þjóða­sam­tökin hafi ekki að fullu staðið við lof­orð um að tryggja vernd allra barna og nýtingu á fjár­munum.

Ætla að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur

Í til­kynningu kom fram að rann­sókn ó­háðra aðila á þessum at­vikum hafi leitt í ljós „ein­stök mál sem tengjast of­beldis­málum, spillingu og fjár­mála­mis­ferli.“

Þar kemur enn fremur fram að þau axli á­byrgð á málinu og að ætli að koma í veg fyrir að það gerist aftur. Til þess að gera það hefur verið gerð að­gerða­á­ætlun sem felur, meðal annars, í sér að setja á fót em­bætti um­boðs­manna með sér­staka á­byrgð á að fylgja eftir öllum málum er varða barna­vernd, að það verði stofnaður bóta­sjóður fyrir þol­endur og að settur verði á lag­girnar ó­háða nefnd með utan­að­komandi sér­fræðingum sem á að gera til­lögur að úr­bótum og nauð­syn­legum breytingum á stjórnun sam­takanna á al­þjóða­vett­vangi.

„Það er ekki allt komið af stað en er í vinnslu mjög hratt og verður gengið í það í maí. Þetta er ferli sem að al­þjóða­sam­tökin stýra en við munum í ljósi að­stæðna halda þeim við verkið og veita þeim gott að­hald,“ segir Ragnar.

Hann segir að þeir aðilar sem vitað er til að hafi brotið á sér séu ekki lengur starfandi hjá sam­tökunum en hann segir það ljóst að æðstu stjórn­endur sam­takanna þurfi að upp­lýsa þau betur um þau brot sem eru framin innan sam­takanna, að rann­saka þau og greina frá því hvernig er tekið á þeim.

Þetta var vissu­lega ekki skemmti­legt að komast að þessu en ég hef það mikla trú á þessum sam­tökum. Það er mikill sam­stöðu­máttur meðal þeirra sem vilja breytingar þannig ég held að við náum þeim fram

Mikið áfall en hann hefur trú á samtökunum

Ragnar segir að það hafi verið mikið á­fall að komast að þessari yfir­hylmingu innan sam­takanna.

„Þetta er kannski eins og að fá slæma sjúk­dóms­greiningu. Þá þarf maður að á­kveða að bregðast við og leita sér lækningar frekar en að leggjast í kör. Þetta var vissu­lega ekki skemmti­legt að komast að þessu en ég hef það mikla trú á þessum sam­tökum. Það er mikill sam­stöðu­máttur meðal þeirra sem vilja breytingar þannig ég held að við náum þeim fram,“ segir Ragnar.

Hann segir að töl­fræði dagsins segi þeim að af tíu þúsund mánaðar­legum styrktar­for­eldrum hafa níu sagt upp stuðningi í dag en tveir nýir bæst við.

„Þetta sýnir okkur að við gerðum rétt en þetta er auð­vitað bara fyrsti dagurinn og við sjáum hvernig þetta þróast. En við höldum á­fram að upp­lýsa okkar styrktar­aðila og upp­ræta hvað sem er að er ekki heil­brigt og eðli­legt í okkar starf­semi,“ segir Ragnar.

Ragnar undir­strikar að það sé ekki talið að fram­lög Ís­lendinga séu ekki að rata í þau verk­efni sem þeim hefur verið lofað í.

„Þetta snýst um yfir­hylmingar og lé­lega stjórn hjá yfir­stjórn,“ segir Ragnar.

Það er einnig tekið fram í til­kynningu að sam­tökin skilji ef að fólk hefur á­hyggjur af sínum styrktar­börnum en for­eldrum ráðið frá því að hafa sam­band við þau vegna þessa máls.

„Það getur verið brot á per­sónu­verndar­reglum. Styrktar­for­eldrar mega allir heim­sækja styrktar­barnið sitt á vett­vangi. Það hefur ekkert breyst. Við viljum að fólk sinni sínum styrktar­börnum hafi það vilja og á­huga að heim­sækja þau er það meira en vel­komið en það er ekki æski­legt að styrktar­for­eldri spyrji styrktar­barnið sitt hvort að það hafi verið beitt of­beldi. Það er ekki smart nálgun,“ segir Ragnar og bætir við að þau til­vik sem hafi verið til­kynnt séu mjög fá.

„Þetta er auð­vitað undan­tekningar­til­vik og lítið brota­brot af þeim börnum sem eru í okkar um­sjá, en samt mjög slæmt,“ segir hann að lokum.

Tilkynning samtakanna er aðgengileg hér.