Úkraínskur námsmaður hefur fundið frumlega leið til þess að styrkja við baráttu Úkraínu með því að sérmerkja sprengjur sem síðan er skotið að Rússum.

Þetta kemur fram á vef Business Insider en Anton Sokolenko, 22 ára námsmaður sem býr í Cherkasy í Úkraínu hefur safnað þúsundum dollara í gegnum telegram síðu sína og heimasíðu.

Þar býður hann þeim sem vilja styrkja Úkraínska herinn að senda sér skilaboð sem hann síðan kemur áfram á hermenn sem sérmerkja sprengjurnar. Einnig er hægt að fá sprengjuvörpur og skriðdreka merkta í gegnum heimasíðu Sokolenko.

„Ég er ekki nægilega hugrakkur til þess að taka þátt í átökunum beint,“ sagði Sokolenko í viðtali við Business Insider „En með þessu er ég að gera mitt besta til þess að aðstoða hermenn og halda þeim á lífi,“ sagði hann.

Sum skilaboðin eru til ástvina en öðrum er beint sérstaklega til Rússa.
Mynd/AntonSokolenko

Hefur gefið meira en 18.000 dollara

Athæfið virðist hafa verið sérstaklega vinsælt meðal netverja en eftir að síða Sokolenko fór í birtingu á samfélagsmiðlum líkt og Reddit hafa framlög til hans stóraukist.

Vinsælt hefur verið að skrifa skilaboð sem tengjast internet húmor eða meme, en einnig sendir fólk hamingjuóskir, skilaboð til ástvina og hótanir gegn Rússum.

Úkraínski herinn hefur sagt að athæfið sé ekki formlega partur af stofnuninni en NGO sem er Úkraínsk stofnun til hjálpar hernum, fyrrverandi hermönnum og fjölskyldum þeirra hefur staðfest að Sokolenko hafi stutt stofnunina um meira en 18 þúsund dollara.

Heimasíða Sokolenko nefnist signmyrocket.com og er hægt að kaupa skilaboð í gegnum hana eða telegram á síðu hans sem hefur nafnið Combat Footage (combat_ftg)

Vinsælt er að senda afmæliskveðjur til vina með sérmerktum sprengjum.
Mynd/AntonSokolenko