Þær Kaja Balejko og Kristín María Sig­fús­dóttir eru meðal þeirra sem komu að skipu­lagningu sam­stöðu­mót­mælanna sem fóru fram á Austur­velli fyrr í dag. Þar kom fólk saman til að minnast þeirra sem létust í brunanum og til að vekja at­hygli á kerfinu sem bregst er­lendu fólki á Ís­landi.

Kaja segir erfiðasta hluta dagsins hafa verið að finna fyrir þakk­læti þeirra íbúa sem lentu í elds­voðanum. „Í dag hafði eitt af fórnar­lömbum elds­voðans sam­band við okkur og þakkaði fyrir stuðninginn, við­brögð slökkvi­liðsins og að­stoðina sem þau og fjöl­skyldu­með­limir þeirra hafa hlotið síðan bruninn átti sér stað,“ segir Kaja í sam­tali við Frétta­blaðið. Það hafi verið hjart­næmt að finna fyrir slíku þakk­læti.

Safna fyrir að­stand­endum

Þær Kristín og Kaja munu hitta að­stand­endur fórnar­lamba brunans á morgun og ætla sér að hjálpa þeim eins og unnt er.

Kaja bendir á að sam­stöðu­fundurinn í dag hafa orðið til þess að ná­grannar sem höfðu verið í sam­skiptum við íbúa Bræðra­borgar­stígs 1, á­samt pólskum góð­gerða­sam­tökum hafi getað leitt hesta sína saman til að safna pening til styrktar fórnar­lömbum elds­voðans.

Kom fáum á ó­vart

„Sem íbúi í hverginu þá held ég líka að það hafi verið mikil­vægt að fá tæki­færi hér í dag til að sýna sam­stöðu og sýna er­lenda sam­fé­laginu hér á landi að við viljum vera til staðar og mót­mæla þeim bágu að­stæðum sem verka­fólk neyðist til að lifa við,“ segir Kristín María.

Það eigi sér­stak­lega við í hverfinu þar sem í­búar hafa löngum barist fyrir því að eitt­hvað sé gert bæði varðandi að­stöðu og við­búnað í húsinu sem brann. „Í rauninni má segja að það hafi ekki komið mörgum á ó­vart hversu hættu­legur þessi bruni varð, þar sem búið var að benda á van­kanta hússins áður.“

Safnast var saman fyrir framan Bræðraborgarstíg eitt til að minnast fórnarlamba eldsvoðans.
Fréttablaðið/Ingunn Lára

Marg­þætt vanda­mál

Eitt af mark­miðum sam­stöðu­fundarins í dag var einnig að vekja at­hygli á þeim vanda­málum sem blasa við verka­fólki sem flyst hingað til lands. „Þetta er marg­þætt vanda­mál og í mörg horn að líta,“ segir Kaja.

Í fyrsta lagi þurfi að koma á fótinn skil­virku verk­lagi til að hægt sé að tryggja að lögum sem varða öryggi á hús­næðis- og vinnu­markaði sé fram­fylgt. „Því miður er slíkt verk­lag ó­skýrt og fást mis­vísandi svör í hvert skipti sem haft er sam­band við stofnanir um þessi mál.“

Í öðru lagi þurfi að hafa sam­band við fólk sem komi hingað til lands og upp­lýsa þau um hvert sé hægt að leita þegar á­líka að­stæður koma upp. „Þeirra vanda­mál eru svo oft sett á hakann og stundum líða ár án þess að nokkuð gerist,“ segir Kaja. „Þau þurfa ekki að­eins að glíma við sín eigin vanda­mál heldur einnig við tor­skildar stofnanir sem eiga að hjálpa þeim, en geri þeim í raun erfiðara fyrir.“

Síðast en ekki síst þurfa við­brögð opin­berra full­trúa við til­kynningum um ó­vist­hæf hús­næði eða að­búnað að taka styttri tíma að mati Kaju.

Minningarstund við Bræðraborgarstíg 1.
Fréttablaðið/ Ingunn Lára

Ferða­menn hafnir yfir lang­tíma­leigj­endur

Kristín bendir á að það sé til skammar að ekki sé hægt að tryggja öryggi hús­næðis og öryggi leigj­enda nema með því að ganga á eftir því og fara eftir ó­skýrum reglum. „Ef þú rekur hótel er að finna mikið af reglu­gerðum til að tryggja öryggi gesta en svo virðist sem ekki þurfi einu sinni að tryggja lág­marks­öryggi þegar kemur að lang­tíma­leigu,“ bendir Kristín á.

Það veki furðu að það hafi fallið milli skips og bryggju að tryggja öryggi þess hóps sem hyggst koma hingað til langs tíma vegna vinnu eða bú­flutninga á meðan engu púðri hefur verið sparað i að gera slíkt fyrir ferða­menn.

„Svo má færa rök fyrir því að þegar fólk er að leigja fjölda fólks her­bergi á sama stað svipi því í raun frekar til við­skipta­stefnu gisti­húsa en leigu á eigin heimili,“ bætir Kristín við. „Það þarf aug­ljós­lega að taka til hendinni í þessum málum.“

Kaja tekur undir og segir tíman vera til komin að mót­mæla ó­við­unandi bú­setu­úr­ræðum er­lends verka­fólks og krefjast þess að allir njóti sömu réttinda. „Við viljum tafar­lausar breytingar.“