Stjórnar­and­staðan í Bret­landi hefur sam­þykkt sín á milli að styðja ekki við til­lögu Boris John­son um al­mennar kosningar áður en Evrópu­ráðs­stefna verður haldin um miðjan októ­ber­mánuð.

Fjórir stjórnar­and­stöðu­flokkar hafa sam­mælst um að kjósa annað hvort gegn eða sitja hjá þegar kosið verður á breska þinginu um til­lögu John­son um kosningar næsta mánu­dag. Flokkarnir eru Verkamannaflokkurinn, Skoski þjóðarflokkurinn, Plaid Cymru og Frjálslyndir demókratar.

John­son segir að flokkarnir séu að gera „stór­feng­leg pólitísk mis­tök“.

Á sama tíma er búið að sam­þykkja í neðri deild þingsins frum­varp á að koma í veg fyrir að Bretar gangi úr Evrópu­sam­bandinu án samnings. Það mun neyða for­sætis­ráð­herrann til að biðja Evrópu­sam­bandið um frest um­fram þann 31. októ­ber, sem miðað er við núna, náist ekki samningar fyrir þann 19. októ­ber í næsta mánuði.

John­son vill að kosningar fari fram þann 15. októ­ber, fyrir þann tíma, og að Evrópu­ráð­stefnan fari fram þann 17. og 18. októ­ber.

Greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins.